Sunna - 01.10.1932, Qupperneq 31

Sunna - 01.10.1932, Qupperneq 31
S U N N A 27 Kalli: Miklu, miklu hærra, ef þú átt við Snæfellsjökul. Brandur: Hærra en hæsta fjallið á íslandi. Kalli: Miklu hærra. Hæsta fjallið heitir Öræfajökull. — Farðu á fjóra fætur. Liggðu alveg á hnjánum og höndunum, skjóttu upp kryppu og vertu Öræfajökull. Svo ætla ég að sýna ykkur hvað flugvélin fór hátt. Það þarf þrjá Öræfajökla, hvern ofan á annan, til þess að það verði eins hátt og flug- vélin fór. Brandur leggst á fjóra fætur. Kalli: Komdu, Gvendur. Farðu upp á bakið á honum Brandsa og vertu annar Öræfajökull. Gvendur: Má ég liggja með hnén uppi á bakinu á honum? Kalli: Já, já. Gvendur: Má ég halda mér í hálsmálið? Brandur: Nei, nei. Kalli: Bara leggja flata lófana á herðarnar. Komdu Geiri, skríddu upp eftir bakinu á Gvendi og vertu líka Öræfajökull. Geiri reynir að klifra. Brandur: Æ, æ, strákar, strákar! Eg vil ekki vera neðsti Öræfajökullinn. Eg verð að klessu. Geturðu ekki sýnt okkur þetta öðruvísi. Kalli: Þú þolir þetta víst. Lofaðu Geira að komast alla leið upp, teygðu svo fram höfuðið og reyndu að horfa á mig. Eg ætla að leika Hollendingana fljúgandi. Geiri kemst upp á bak Gvendar. Kalli: Agætt. Höfuðin fram. Horfið á mig. Brandur: Fljótur; fljótur. Kalli: (fer í marga hringa kringum drengina, fyrst á fjór- um fótum, svo hálfuppréttur, að síðustu baðandi út hand- leggjunum). Gúrr - úrr-úrr - úrr - irr- irr-burr-urr-urr-dirr-irr-irr- darr-arr-arr-gúrr-úrr-úrr-úrr. Sjáið þið, nú er flugvélin komin upp fyrir jökulinn. Ég held, að það sé annars bezt að setj- ast á toppinn. Kalli hossar sér ofan á Geir og hrópar um leið: Skriðjökull, skriðjökull . . . Drengirnir veltast á gólfið og kalla: Skriðjökull, skriðjökull. G. M. M.

x

Sunna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.