Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 4

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 4
68 S U N N A gerðist líka frægastur myndhöggvari samtíðar sinnar. Og hann var Is- lendingur í föðurætt. Verðlaunamynd Sigurjóns er verka- maður með haka, í meira en fullri líkamsstærð — ímynd vinnuþreksins. Listasafn íslenzka ríkisins hefir keypt þá mynd. Atburður þessi vakti geysilega at- hygli í Danmörku. Sigurjón var aðal- umræðuefni blaðanna næstu dagana. Og hamingjuóskum og heimboðum rigndi yfir hann úr öllum áttum. Haustið 1931 fór Sigurjón til Ítalíu og hefir lengst af dvalið í Róm síð- an, þar til nú í lok nóvembermánað- ar, að hann kom til Kaupmanna- hafnar og tekur þátt í haustsýningu listamanna þar. Hefir hann gert tvær stórar líkneskjur í Róm. Onnur er af blindum manni, en hin af móður með barn, og fylgja hér tvær myndir af henni. Hún er gerð úr steinsteypu. — Hér er og mynd af Verkamann- inum og annari standmynd, sem hann gerði á námsárunum í Höfn. — Vafalaust á Sigurjón eftir að vinna íslandi mikla sæmd, ef honum endist aldur og heilsa. »Sunnu« þykir eiga vel við, að skreyta forsíðu jólaheftis síns með mynd Sigurjóns, af móður með barn. Hún er vel fallin til þess að beina hugsun okkar til móðurinnar og barnsins, sem minnzt er á jólunum. A. S. S. Ó.: Móðir með barn.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.