Hlín - 01.01.1950, Page 7
Kvenfjelagasamband íslands tuttugu ára
Árið 1930 var mikið um dýrðir á íslandi. Margs konar
gróska lýsti sjer þá í þjóðfjelaginu. — Vorhugur ríkti
í sálum mannanna, von um bjarta og glaða framtíð. —
Þá voru skólar reistir og fjelög stofnuð, og þá var Kven-
fjelagasamband íslands stofnað.
Undirstaðan var löngu lögð: Hin mörgu, dreifðu kven-
fjelagasambönd víðs vegar um landið, (elst þeirra Kven-
fjelagasamband Suður-Þingeyinga frá þvi um aldamót).
Ætlun þessara sambanda var að stofna Landssamband,
þegar tími væri til. Það átti vel við að setja kórónuna
á verkið þetta merkisár.
Konur, sem að þessu unnu, fengu Sigurð Sigurðsson,
hinn áhugamikla og athafnasama framkvæmdastjóra
Búnaðarfjelags íslands, í lið með sjer, og er undirstaða
K. í. að mörgu leyti sniðin eftir lögum Búnaðarfjelagsins.
Frú Ragnhildur Pjetursdóttir á Háteigi í Reykjavík
stóð framarlega í þessu starfi. Hún hafði kynt sjer ræki-
lega alt sem að fjelagsmálum kvenna laut innan lands
og utan. Það var því eðlilegt, að hún væri kjörinn for-
maður hins nýstofnaða fjelagsskapar, þegar fulltrúar af
öllu landinu komu saman á stofnþingið í febrúarmán-
uði 1930. Þessa forustu hafði Ragnhildur á hendi í 17 ár,
eða til ársins 1947. — Hið gestrisna heimili þeirra góðu
Háteigshjóna stóð jafnan opið öllum konum, sem að
garði bar, og áttu þess kost að heimsækja Reykjavík á
þessum stjórnarárum Ragnhildar. — Þessi starfsár Ragn-
hildar Pjetursdóttur og heimilismálastjórans, Svöfu Þor-