Hlín - 01.01.1950, Síða 8
6
Hlín
leifsdóttur, eru merkilegur áfangi í sögu íslenskra kven-
fjelaga, og erum við kvenfjelagskonur þeim þakklátar
fyrir gott og óeigingjarnt starf í þeim málum.
Þessi fyrstu starfsár hafa verið mjög þýðingarmikil
fyrir fjelagsstarf íslenskra kvenna og skemtilega fjörmikil.
— Margt hefur áunnist, en margt bíður. —
Ragnhildur stofnaði sjóð, sem hún færði K. í. að gjöf
um það leyti sem það var stofnað. Sambandið var þá
fjárvana, en úr því rættist brátt þareð rífleg fjárveiting
var samþykt á Alþingi, (100 þús. krónur), sem gerði
Sambandinu fært að ráða heimilismálastjóra, hafa opna
skrifstofu, há allsherjarþing annað hvort ár og veita nokk-
urn styrk til verklegrar fræðslu innan vjebanda samband-
anna. K. í. veitir ríkisstyrknum viðtöku, en þingin á-
kveða hvernig honum er varið. — Hjeraðssambönd kven-
fjelaganna höfðu haft dálítinn styrk hvert fyrir sig af
ríkisfje fram að 1930, en seigust voru smáfjelögin að afla
sjer fjár sjálf. Eiga þau mörg álitlegar fúlgur í sjóðum
sínum, enda hafa þau unnið furðanlega margt og marg-
brotið starf landi og lýð til þarfa hvert í sínu umhverfi.
Á þessurn tímamótum, 20 ára afmæli K. í., er margs
að minnast, og fróðlegt að litast um á þessum sjónarhól.
— Mikið hefur áunnist þessi árin, og er það ánægjulegt,
að samvinna kvenna nýtur æ meiri skilnings og sam-
úðar almennings og stjórnarvalda, enda hefur þessi sam-
vinna kvenna verið heilbrigð og öfgalaus, laus við flokka-
drátt og heimskulegar kröfugöngur, en þokast hægt og
hægt áfram að settu marki: Menningu og mentun
kvenna, það markmið eygja konur jafnan framundan. —
Öll hafa íslensku kvenfjelögin jafnan álitið það sitt aðal-
hlutverk að auka kynningu fjelagssystranna. — í því
skyni hafa sveitafjelögin tekið upp þann hátt að hafa
fundina hver hjá annarri til skiftis. Að hinu sama miða
hin stærri þing hjeraðanna og loks sambandsþingin, lands-
þingin. — Að því sama miða heimsóknir merkra kvenna,