Hlín - 01.01.1950, Síða 9
Hlin 7
leiðbeiningar lieimilismálastjóra, skrifstofustörfin o. s.
frv.
Flest munu þau 400 fjelög innan K. í. hafa notið
nokkurs styrks frá því þessi árin til verklegrar starfsemi
sinnar: Matreiðslu fóekypis kensla) og styrk til sauma-
og vefnaðarkenslu (að einum þriðja). — Því miður hefur
enn ekki verið hægt að styrkja garðyrkjuleiðbeiningar,
sem þó eru á stefnuskrá sambandsins. — Ríkisstyrkur-
innN (120.000 krónur) nægir ekki til alls. — Hefði þurft
að njóta sömu rjettinda sem mörg önnur greiðsla úr
ríkissjóði að fá dýrtíðaruppbót á sinn hlut. — Þessum
styrk hefur áreiðanlega verið vel varið. Það er óhætt að
fá konunum nokkurt fje í hendur, þær hafa sýnt það í
öllum sínum fjelagsmálum, að þær kunna vel fótum
sínum forráð í fjármálum, liafa komið ótrúlega miklu
í framkvæmd með litlum fjárstyrk og eiga þó mörg álit-
lega sjóði.
Jeg vil að lokum leyfa mjer að birta hjer kafla úr
ræðu Ragnhildar, sem hún flutti við setningu 7. Lands-
þingsins 1947, árið, sem hún ljet af forstöðu Kvenfjelaga-
sambandandsins:
„Við opnun kvennatímanna í Ríkisútvarpinu var
Kvenfjelagasambandinu líkt við.brú, sem ætti að tengja
konur landsins saman. Sambönd hjeraðanna væru stöpl-
arnir, sem þessi hugsaða brú eða K. í. hvíldi á. — Jeg
held að við eigum að halda áfram að hugsa okkur þennan
fjelagsskap einmitt sem stóra brú, sem nær fyrst og fremst
til okkar allra íslenskra kvenna, inst til dala og út til
nesja. En við getum hugsað okkur hana ennþá stærri.
Að hún nái út yfir höfin stóru og þá fyrst og fremst til
hinna norrænu landa.
Við þurfum að læra að skipa okkar málum innanlands
og vera stórhuga, forsjálar og djarfar. Við óskum þess
og okkur dreymir um það, að þjóðin búi í góðum og
hagkvæmum húsakynnum, að þau sjeu heit og björt,