Hlín - 01.01.1950, Side 12
10
Hlín
Frjettir af samtökum íslenskra kvenna.
Skýrslur þær, sem árlega berast „Hlín“ frá aðalfund-
um kveiínasamtakanna, eru fróðlegar og skemtilegar. Þar
ber margt á góma, verkefnin eru svo margvísleg. Kon-
unum verður æ ljósari máttur samtakanna, og ánægjan
af samstarfinu kemur hvarvetna fram. — Auk fjelags-
starfanna og skemtiferða í sambandi við þau, taka nú
konur oft þátt í bændaferðum, auk hinna vinsælu boðs-
ferða kaupfjelaganna. Enda er það fátt sem er jafn
þroskandi, bæði andlega og líkamlega og ferðalög, um
leið og þau eru hressandi og gleðja hugann.
Þetta má meðal annars teljast frjettnæmt um samtök
kvenna:
Á síðastliðnu vori höfðu fulltrúar frá 14 kvenfjelög-
um á Akureyri (með um 1500 meðlimum) samtök um að
fagna sendiherra Dana á íslandi, frú Bodil Begtrup, sem
er mikil kvenfjelagskona. Frúin hafði óskað eftir að
kynnast fjelagsskap kvenna á Norðurlandi. — Frú Beg-
trup heimsótti líka Sambandsfund norðlenskra kvenna
á Skagaströnd.
Fjelagsdeildir í Kvenfjelagasambandi íslands eru nú
11 talsins í landinu með um tíu þúsund meðlimum.
— Allar sýslur landsins og kaupstaðir þar innifalið. —
Starfið er orðið vel skipulagt, fundir víðast til skiftis
í bæjunum eða á sveitaheimilum, oftast þá á skólaheim-
ilum. — Flest hafa sýslusamböndin styrk frá sýslufjelög-
unum, sum líka frá búnaðarsamböndunum, auk styrkj-
anna frá K. í.
Samband austfirskra kvenna (20 fjelagsdeildir) lætur
sjer mjög ant um Minjasafn fyrir Austurland. Styrkir
safnið árlega. Safnið er til húsa á Skriðuklaustri í ágæt-
um húsakynnum, er þess vænst, að safnið geti orðið til
sýnis almenningi á þessu ári.