Hlín - 01.01.1950, Page 13
Hlin
11
Samband Suður-Þingeyskra kvenna (14 fjelagsdeildir)
endurreisir Menningarsjóð sinn. Tilgangurinn að efla
þroska og menningu þingeyskra kvenna. Sjóðurinn var
stofnaður 1905. Fjeð var gefið til stofnunar Húsmæðra-
skóla á Laugum. Nú vill Sambandið endurreisa sjóðinn.
Samband sunnlenskra kvenna (fjelagstala 800) ráðgerir
þátttöku í verklegri sýningu (ef til vill bæði matvæla-
og liandavinnusýningu) ásamt sýningu Búnaðarsambands
Suðurlands að ári. — Styrkti myndarlega Samband ís-
lenskra berklasjúklinga á þessu ári.
Samband breiðfirska kvenna (24 fjelagsdeildir, 472
fjelagar) — formaður þess sambands, frú Ingveldur Sig-
mundsdóttir, lætur nú af störfum. Hefur hún verið for-
maður í 17 ár, eða frá stofnun Sambandsins. Hefur sam-
einað eða stofnað að nýju fjelög frá Skor suður að Mýra-
sýslu. H. B.
Merkiskonur.
Móðir: Þú veist ei af vökum og þreytu,
þó verði hvílda fátt,
því þú átt í hugskoti heitu
af himni sendan mátt.
J. G.
Frú Guðrún Jóhannesdóttir.
Það hafa borist tilmæli um, að jeg ritaði í ársritið
,,Hlín“ á Akureyri, minningargrein um frú Guðrúnu
Jóhannesdóttur, konu Snorra Sigfússonar skólastjóra á
Akureyri. Hún ljest á sjúkrahúsinu þar 17. jan. 1947. —
Mjer er ljúft og skylt að verða við þessum tilmælum, að
segja frá helstu æfiatriðum hennar og endurminningum
fnínum frá kynnum okkar. Og það á vel við að „Hlín“