Hlín - 01.01.1950, Side 14
12
Hlin
geymi þessar línur og mynd hennar, því að hún hjelt það
rit frá upphafi og mat það mikils. En þessi grein getur
þó aldrei orðið annað en brot af þeirri mynd, sem jeg
geymi í huganum af lífi hennar og starfi.
Guðrún var fædd á Þönglabakka í Þorgeirsfirði 24.
okt. 1885. Voru foreldrar hennar þau hjónin, Jóhannes
Jónsson Reykjalín og Guðrún Hallgrímsdóttir bónda að
Hóli í Fjörðum. — Faðir Jóhannesar var sr. Jón Reykja-
lín, prestur á Þönglabakka, Jónssonar prests Reykjalín á
Ríp, Jónssonar prófasts Þorvarðssonar á Breiðabólsstað,
en kona Þorvarðar og móðir Jóns prófasts var Helga eldri,
dóttir Jóns Einarssonar í Reykjahlíð og Bjargar Jóns-
dóttur prófasts á Völlum, liins mikla klerks og fræði-
manns, en Jónas skáld Hallgrímsson var 4. maður frá sr.
Jóni, og er sú ætt alkunn.
Kona sr. Jóns á Þönglabakka, móðir Jóhannesar föður
Guðrúnar, var Sigríður Jónsdóttir frá Kimbastöðum í
Skagafirði, Rögnvaldssonar hreppstjóra á Sauðá (Hrólfs-
ætt). — En langamma Guðrúnar, kona sr. Jóns á Ríp, var
Sigríður Snorradóttir prests að Hjaltastöðum í Blondu-
hlíð, Björnssonar prests í Stærra-Árskógi Jónssonar, en
kona hans var Steinunn Sigurðardóttir bónda á Geita-
skarði Sigurðssonar lögsagnara Einarssonar biskups á
Hólum Þorsteinssonar. — Alsystkini Sigi'íðar á Ríp voru,
meðal annara, Árni prestur í Felli og að Tjörn í Svarfað-
ardal og Sigurður sýslumaður Húnvetninga.
Kona Jóhannesar á Þönglabakka og móðir Guðrúnar,
var Guðrún Hallgrímsdóttir Ólafssonar og konu hans
Ingveldar Árnadóttur frá Þverá í Laxárdal Eyjólfssonar á
Grýtubakka Sæmundssonar.' En móðir Árna var Anna
Árnadóttir hreppstjóra á Halldórsstöðum í Laxárdal,
Gíslasonar á Svertingsstöðum Eiríkssonar á Möðruvöll-
um Jónssonar. En kona Árna Gíslasonar og móðir Önnu
var Sigríður Sörensdóttir á Ljósavatni, og var langafi lians
í móðurætt, Stefán prestur og skáld Ólafsson í Vallanesi.