Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 16
14
HUn
þar síðan, en Guðrún ljest, eins og £yrr segir, 17. jan. 1947,
og varð hún öllum vinum sínum mikill harmdauði.
Heilsa hennar hafði aldrei verið sterk, en hún veiktist
mjög skyndilega sumarið 1946. Var hún þá flutt helsjúk í
Sjúkrahús Akureyrar og hugði henni þá enginn líf, en
eftir mjög hættulega skurðaðgerð batnaði heilsa hennar
nokkuð, en þó ekki svo að hún hefði fótavist. Lá hún svo
á sjúkrahúsinu til jóla, en fjekk þó að vera heima um jól-
in og fram í janúar. Var hún þá skorin upp að nýju, en
það bar engan árangur og ljest hún daginn eftir. Þetta var
mikið reiðarslag fyrir ástvini hennar og ættingja. — Við
erum líklega öll óviðbúin að mæta sorginni, og þeirri
byrði, er hún leggur á herðar okkar. En minningin lifir
þótt maðurinn deyi. Minning Guðrúnar mun lengi lifa
í hjörtum okkar skyldmenna hennar og ástvina, og allra
þeirra er höfðu af henni nokkur veruleg kynni. Mjer mun
ávalt Ijúft að minnast samverustunda okkar. — Kynni
okkar hófust þegar jeg var barn að aldri, en jeg mun hafa
fundið það þá strax, með hinni óskeikulu hrifnæmi æsk-
unnar, að það var ekkert ljótt til í fari þessarar frænku
minnar. Þess vegna fanst mjer svo yndislegt að vera í ná-
vist hennar, og finna traust hennar og kærleika, því að
jeg veit það, að kærleikur til alls sem lifir, var insta eðli
hennar. Maður þurfti ekki annað en að sjá og finna gleði
hennar og hrifningu yfir fegurð náttúrunnar, hvar sem
hún birtist. Fegurð blómanna mun hún þó hafa unnað
öllu fremur, og held jeg að hún hafi verið eins sæl og
mönnunum er unt að verða, þegar hún var að annast
blómin sín. Hún var mjög vel að sjer í grasafræði, áhugi
hennar og ást á þeirri námsgrein var mjög áberandi. Jeg
get hugsað mjer, að e£ hún hefði átt kost á meiri skóla-
göngu hefði hún áreiðanlega valið sjer grasafræðina sem
náms- og rannsóknarefni. — Eins og sjest á ættartölunni í
upphafi þessarar greinar, hefur Guðrún verið af sömu
ætt og Jónas Hallgrímsson. Jeg veit ekki til að henni hafi