Hlín - 01.01.1950, Síða 18
16
Hlín
góða hlutskifti konunnar, heimilið og bömin, enda var
hún þar öll af heilum huga. Og sæl var hún og glöð þar í
sínum eigin hóp.
Á æskuárum þótti hún bera af um fríðleika, og engan
hef jeg sjeð hafa fegurra bros. Hún mun verða mjer minn-
isstæð vegna mannkosta sinna og hæfileika. Og þeir sem
áttu vináttu hennar munu seint gleyma hvílík kona og
vinur hún var.
Jeg minnist hennar fyrst þegar hún dvaldi á æskuheim-
ili mínu og kendi okkur börnunum. Hún hafði þá nýlok-
ið námi við kvennaskólann á Blönduósi. Hún hafði frá
mörgu að segja frá námi sínu þar og skólaveru, sem okkur
fanst mjög æfintýralegt, og opnaði fyrir okkur börnunum
nýja heima, sem við þektum og vissum svo lítið um fyrir
utan það, sem gerðist í okkar fámennu og afskektu sveit.
Sú skólaganga mun mjer ávalt verða ógleymanleg. Náms-
bækurnar, sem við lásum og hún útskýrði fyrir okkur,
voru nýir og dásamlegir heimar. Oft spilaði hún á orgelið
sitt, og kendi okkur lög með öllum röddum, sem við
sungum svo fyrir heimilisfólkið. Glæddi þetta hjá okkur
ást á söng og hljóðfæraslætti, og veitti okkur þann unað,
sem jeg mun ætíð minnast með þakklæti.
Næst minnist jeg hennar, sem hinnar ungu húsmóður
í litla húsinu á Flateyri við Önundarfjörð. Þar var maður
hennar nýorðinn skólastjóri við barnaskólann, og naut
mikilla vinsælda og mikils álits í hjeraðinu. Nú höfðu
þau hjón eignast 4 börn, þrjá drengi og eina stúlku, sem
þau mistu ársgamla. Á Flateyri undu þau vel hag sínum
þótt efnin væru ekki mikil. Laun kennara voru ekki há á
þeim tímum. Jeg hef oft spurt sjálfa mig að því, hvað það
var, sem gerði þetta heimili svo sjerstætt og unaðslegt, að
mjer hitnar ætíð um hjartarætur er jeg minnist veru
minnar þar. Lítið var um dýr húsgögn nje annan munað,
sem fólk nú á tímum telur til lífsnauðsynja. Yfir þessari
litlu, björtu stofu hvíldi friður og hreinleiki, sem snart