Hlín - 01.01.1950, Síða 20
18
Hlin
eyri, Haukur, ritstjóri, Jóhannes og Snorri, flugmenn,
Anna Sigrún, frú á Akureyri, og Gunnhildur, magister.
Blessuð sje minning Guðrúnar frænku minnar.
Lára Guðmundsdáttir frá Lómatjörn.
Stefanía Arnórsdóttir.
MINNINGARORÐ.
Stefanía var fædd 15. apríl 1889 á Felli í Strandasýslu,
dóttir síra Arnórs Árnasonar frá Höfnum, er þar var þá
prestur, en síðast í Hvammi í Laxárdal.
Jeg var fyrir nokkru flutt burt úr Skagafirði, þegar
mjer barst andlátsfregn frú Stefaníu Arnórsdóttur til
eyrna. Hún dó úr heilablæðingu á sjúkrahúsi á Sjálandi
í Danmörku 14/7 1948.
Af óviðráðanlegum á-
stæðum gat ég ekki verið
við útför hennar, en þótt
þessi tími sé liðinn, og
síðan fent í margra
spor, þá langar mig til
að senda þessi fáu minn-
ingarorð áleiðis í ,,Hlín“,
án þess þó jeg finni mig
færa til að klæða hugs-
anir mínar í þann bún-
ing, sem best hæfir þeim
tilfinningum, er minn-
ingin um hana geymir,
bæði persónulega og í
sambandi við hið góð-
Stefania Arnórsdóttir. kunna heimiIi hennar
og fjelagsstarf þau, er
við unnum að saman um margra ára skeið.