Hlín - 01.01.1950, Page 21
Hlin
19
Uppvaxtarár Stefaníu eru mjer eigi svo kunn, að jeg
geti á þau rninst, en mjer er kunnugt um, að snemma
mun hugur hennar nijög hafa hneigst til margvíslegra
eftirlangana um nám, og listhneigðin var henni sem í
blóðið borin.
Móður sína missti hún ung, og varð því snemma að
sjá fyrir sjer sjálf, hún varð að láta sjer nægja þá undir-
búningsmentun, sem kvennaskólinn í Reykjavík veitti,
á þeirrar tíðar vísu. — Snemma mun hún hafa haft sterka
athafnaþrá, var skarpgerð og gekk alla tíð ötullega og
ósjerhlífin að störfum, en jafnframt var hún óvenju fín-
gerð að eðlisfari. Fór þetta vel saman í framkomu hennar,
og gaf henni kvenlegan yndisþokka. — Hún giftist árið
1915 Sig. Sigurðssyni frá Vigur, þá yfirdómslögmanni
á ísafirði. Hann var skipaður sýslumaður í Skagafjarðar-
sýslu 1924, fluttu þau hjónin þá til Sauðárkróks. Þar
beið húsfreyjunnar mikið og veglegt hlutverk, hún helg-
aði því alla krafta sína. Störfin urðu brátt harla marg-
þætt og umfangsmikil, eins og ræður að líkindum, þar
sem margt er um og mörg börn að alast upp. Þar að
auki.komst lnin ekki hjá því að taka þátt í ýmsum störf-
um út á við, og naut Hið skagfirska kvenfjelag á Sauðár-
króki þess að hafa hana í stjórn um nokkur ár.
Oft var gestkvæmt á heimilinu, og þó mest um sýslu-
fund- og sæluviku Skagfirðinga. Munu allir, er þangað
komu minnast margra glaðværra stunda, er þeir nutu
hjá þeim hjónum með virðingu og gleði.
Önn daganna og mörgum erfiðleikum mætti Stefanía
með ótrúlegri seiglu og það jafnvel þótt hún oft og
tíðum væri veik að heilsu. Það var áhuginn, kærleikur-
urinn til barnanna, sem hún bar fyrir brjósti, löngunin
til að hjálpa þeim áfram, sem bar hana uppi, jrangað til
yfir lauk. Hún bar líka gæfu til, með samhentri hjálp
síns ágæta eiginmanns, að geta látið öll börnin stunda
2'