Hlín - 01.01.1950, Page 22
20
Hlín
nám, bæði innanlands og utan, einmitt eins og hún sjálf
hafði þráð að geta gert á sínum æskuárum.
Stefanía var að upplagi draumlynd, listelsk kona, og
munu fáir hafa skilið hana á því sviði sem fleirum, en
hana skorti tíma og tækifæri til að gefa þeim hæfileikum
lausan tauminn. Hún dáði litbrigði náttúrunnar, elskaði
blóm, en þó umfram allt elskaði hún söng og fagra hljóm-
list. í sambandi við þá list listanna sagðist hún hafa
fundið þann unað, sem ekkert annað gæti veitt á jörðu
hjer.
Við Stefanía sáumst fyrst vorið 1929 á samkomu á
Sauðárkróki. Síðar kom jeg á heimili hennar í fylgd með
nokkrum kvenfjelagskonum, og var það upphaf okkar
viðkynningar og samstarfs. Jeg kom oftar í fjelagserind-
um, okkur fjell betur og betur að vinna saman, mjer
fór að þykja vænt um heimilið.Með okkur hófst sú vin-
átta, er aldrei bar skugga á meðan hún lifði.
Hún var meðstofnandi Kvenfjelagasambands Skaga-
fjarðar, er stofnað var árið 1943 og var gjaldkeri þess til
dauðadags.
Þetta er nú aðeins lítið brot af því, sem segja mætti
um störf Stefaníu, en eftir er að minnast þess sem mjer
fanst alltaf vera grunntónninn í lífi hennar, það sem
hvern og einn að síðustu varðar mestu, en það er hjarta-
lagið, viðhorf hvers og eins til lífsins. Hún var hrein-
lynd kona, er ekki mældi gildi trúar við bókstaf, en hlýddi
þeim anda sálar sinnar, sem leiddi hana á fund þeirra,
sem voru vesælir og hrjáðir, áttu bágt, til að hugga þá,
gleðja og hjálpa á einhvern hátt. Get jeg nærri að þeim
hafi fundist syrta yfir staðnum, þegar hún var horfin.
Stefanía hafði sterkan persónuleika, fór þar saman
glæsileiki og höfðingleg framkoma og vakti hún sjerstaka
athygli á mannamótum, svipurinn djarfmannlegur og
viðmótið hispurslaust. En hreinlyndið er ekki altaf vin-
sælt. Það er ljettara að tala eins og hver vill heyra, og