Hlín - 01.01.1950, Side 23
Hlín
21
halla sannleikanum, ef það á betur við til að koma sjer
í mjúkinn hjá einhverjum, en þetta var alveg gagnstætt
hennar upplagi. — Hún sagði stutt og ákveðið meiningu
sína, hvar og hver sem í hlut átti, hvort það þótti betur
eða ver. Það kom oft fyrir að pkunnugum virtist stafa
kulda frá hennar björtu brúnaljósum, en slíkt breyttist
við meiri kynni, eða þegar hún tók til máls, því þá var
eins og birti yfir svipnum og umhverfinu, eins og hún
sæi einhverja fegurð í fjarska. Enda leit hún oftast á
málin frá víðsýnni hliðum en fjöldinn, og hafði alltaf
eitthvað gott og viturlegt til málanna að leggja.
Hún var gædd dulrænum gáfum, sem hún duldi með
sjálfri sjer og fáir vissu um, og hún var mikill mann-
þekkjari og skarpathugul á fólk. En oft mun hún hafa
átt erfitt með að dylja geðhrif sín af þessum ástæðum.
Nú, þegar jeg er að enda þessar línur, þá er tregahrærð-
um huga mínum sú vissa til huggunar og gleði, að starfs-
sæknum anda hennar hafi að síðustu orðið ljúft að hverfa
hjeðan, þegar kraftarnir voru á þrotum, og dauðinn hafi
komið, þegar stundin var komin, sem frelsandi engill.
Guð blessi minningu hennar.
Tóvinnuskólanum á Svalbarði, 24. júní, 1950
RANNVEIG H. LINDAL.
María Andrjesdóttir,
NÍRÆÐ.
Þar sem María Andrjesdóttir er ein þeirra kvenna,
er standa framarlega í þeirri þörfu og þjóðlegu íþrótt,
er nefnd er einu nafni tóvinna, hefur ritstjóri „Hlínar“
beðið mig að geta helstu æfiatriða hennar og ætternis.
Þetta er mjer bæði ljúft og skylt, því elskulegri tengda-
móður getur varla. Mynd af henni níræðri er líka til
prýðis í „Hlín“ sem annars staðar.