Hlín - 01.01.1950, Page 24
22
Hlin
Það er stundum sagt í gamni um hina innfæddu Reyk-
víkinga, að þeir sjeu a£ Vesturbæjaraðlinum. — María
er af Vestureyjaaðlinum. — í Vestureyjum Breiðafjarðar
bjó um miðja 19. öld gagnmerkt fólk. Var hinu líkamlega
atgervi þeirra viðburgðið, enda svalt það aldrei í hinum
kunnu Móðuharðindum.
María er fædd í Flatey á Maríu-messudag-Magðalenu
1859, og heitir hennar fulla nafni. Foreldrar hennar
voru Andrjes Andrjessori og Sesselja Jónsdóttir (Giftust
þau í Flatey, 15. des. 1852. Sátu þá veislu alt stórmenni
Flateyjar, og Jón sýslumaður Thoroddsen orti brúðkaups-
ljóð). Faðir Andrjesar var ráðsmaður hjá Ólafi prófasti
Sivertsen, en móðir hans, Guðrún Einarsdóttir, systirÞóru
móður Matthíasar Jochumssonar og síra Guðmundar
Einarssonar. Fleiri voru þau systkin. Getur Matthías Guð-
rúnar í æfiminningum sínum sem sjerstaks valkvendis. —
Móðir Maríu, Sesselja, var systir Sigríðar, móður Björns
ráðherra. — Get jeg þessara stórmenna, til þess að þeir, er
vilja rekja ættir þeirra Andrjesarsystra, geti betur sjeð
framættir þeirra. Var Sesselja mikil kona að vallarsýn og
gervileg, hög í höndum, en jafnframt víkingur til hinna
grófari verka, sjómensku sem annara, að meðal karlmenn
þurftu ei við hana að keppa í störfum. — Hagorð var hún
og taldi dætur sínar þannig:
Jóhanna og Gunna — gulls fögur nunna,
Ólína og Dísa — drósum skal lýsa.
María og Steina — má þeim ei leyna.
Sjöunda Andrjesa — satt skal jeg lesa.
María Katrín mæta — má henni við bæta.
Þennan flokkinn fljóða — faðirinn annist þjóða.
Mann sinn, Andrjes, missti Sesselja 1860, er „Snar-
fari“ fórst. — Um það kvað Gísli Konráðsson: „Saknar
margur sárt að von — sje Guð þeirra vörnin, — Andrjes
mætan Andrjesson — ekkjan þreyr og börnin“.