Hlín - 01.01.1950, Page 25
Hlín
2á
Seinna giftist Sesselja Svein-
birni Magnússyni í Skáleyj-
um, föður síra Jóhanns á
Hólmum og Sigurðar á Hvilft.
— Áttu þau tvö börn: Guð-
mund og Maríu Katrínu, hús-
freyju að Sómastöðum við
Reyðarfjörð.
Við lát föður síns var María
tveggja ára gömul tekin til
fósturs af frænda sínum, síra
Guðmundi Einarssyni og konu
hans Katrínu Sívertsen. Voru
þau hjón mörgum fremri á
þeim tíma um lifnaðarhætti
alla. Var sá skóli, er hún þar
naut hollur, þótt vinna væri
þar af .kappi SÓtt, þá gætti þar María Andrésdóttir
ekki þeirrar búsveltu, er sum- mræð.
staðar var á þessu landi um miðja 19. öld og lengur.
Rúmlega tvítug giftist María Daða Daníelssyni frá
Litla-Langadal á Skógarströnd (f. 1850). Var hann kynj-
aður þar úr hjeraði. Hefur í ætt hans löngum haldist
nöfnin Daði og Hannes. Mun hann því kominn af ætt-
bálki hins kunna manns Daða í Snóksdal. — fDaði and-
aðist 1939).
Þau hjónin, María og Daði, bjuggu í 50 ár í sama
hreppi: Á Dröngum, Narfeyri og Setbergi. Þau áttu 15
börn, af þeim eru nú 9 á lífi. (Þau voru öll samankomin
hjer í Stykkishólmi á níræðisafmæli móður sinnar). —
Afkomendur Maríu og Daða nú munu vera 65. — Þessi
hjón höfðu, sem að líkum lætur, fremur erfið kjör, þegar
skjótt hlóðst á þau ómegð mikil, en þau bjuggu fyrst á
jörð þeirri er á hvíldi gestanauð mikil, en greiði allur lítt
seldur á þeim árum. — En gamla menn hef jeg heyrt