Hlín - 01.01.1950, Síða 27
Hlín
25
MARÍA ANDRJESDÓTTIR, NÍRÆÐ.
Þinni köllun þú varst trú,
því af öðrum barstu.
Ung þið settuð saman bú
og sómi í þjóðbraut varstu.
Halinn margan hýstu þá
hjónin ungu á Dröngum,
kom þar margoft krumla á skjá
í kauptíð jafnt sem göngum.
Fjekst göngumóða granna hrest,
þótt gnægð af verkum biði,
þín ánægja var allramest
öðrum verða að liði.
Aður gestur bjóst á braut,
þú blauta þerrðir sokka,
hrærðir skyr og góðan graut,
gerðir rjóma að strokka.
Hvert eitt fórst þjer verkið vel
á velli jafnt og sæti.
Hjúum sýndir hlýjast þel
kvik og ljett á fæti.
Þín var höndin fær í flest
að föndra, prjóna og spinna.
Hafðir á því hugann mest
heimili gagn að vinna.
Sveita- allri -vinnu vön,
veifðir kvísl í túni.
A hverju sumri hlóðstu lön,
hristir ryk úr dúni.
Tíndir grös og berin blá,
beittir hrífu á teigi.
Þinna barna þerrðir brá,
þeirra greiddir vegi.
Oft á þínar annir jókst,
er ærinn virtist vandi,
móti sveini og meyju tókst
og mæður firtir grandi.
Aldrei tepti ísuð skör
eða djúpur hylur,
sjaldan varstu sein í för,
þótt syngi að norðanbylur.
Einatt prúð, en aldrei frek,
ávalt manna-sættir,
bjartsýn varst og brást ei þrek,
þó brekku nokkri mættir.
Jeg leitað hef um loft og búr,
leit ei margar slíkar.
Vildi óska að ungar frúr
yrðu hennar líkar.
Ólajur Jónsson frá Elliðaey.