Hlín - 01.01.1950, Page 28
26
Hlín
Stefanía Ólafsdóttir,
Gilsárvöllum.
Fædd 29. september 1847. — Dáin 7. febrúar 1936.
Hún var fædd á Gilsárvöllum í Borgarfirði eystra.
Faðir hennar var Ólafur Stefánsson, Ólafssonar, Jónsson-
ar frá Dalhúsum og Guðnýjar Stefánsdóttur, prests Páls-
sonar, Högnasonar prófasts á Valþjófsstað og Þóru Stef-
ánsdóttur, Ólafssonar prests og skálds í Vallanesi, Einars-
sonar, Sigurðssonar, prests í Heydölum. — Móðir Ólafs,
föður Stefaníu, var Steinunn Þórðard. frá Finnsstöðum
og Eygerðar Jónsdóttur, systur Hermanns í Firði. — Móð-
ir Stefaníu, og kona Ólafs á Gilsárvöllum, var Soffía Sig-
urðardóttir, bónda í Skógum í Axarfirði, Þorgrímssonar
s. st., Jóakimssonar s. st., Sveinungssonar, Magnússonar s.
st., Sveinungssonar. — Móðir Soffíu, kona Sigurðar í
Skógum, var Rannveig, dóttir Skíða-Gunnars, Þorsteins-
sonar prests á Eyjadalsá og Skinnastöðum, Jónssonar lög-
rjettumanns á Einarsstöðum, Jónssonar, Ingjaldssonar. —
Móðir Rannveigar, og kona Skíða-Gunnars, var Vilborg
Þorvarðardóttir, Þórðarsonar á Sandi í Aðaldal, Guð-
laugssonar, Þorgrímssonar á Laxamýri. — Móðir Skíða-
Gunnars, og kona Þorsteins prests, var Ingibjörg Gunn-
arsdóttir, Þorlákssonar úr Skagafirði.
Stefanía á Gilsárvöllum — en svo var hún jafnan nefnd
í daglegu tali — giftist ung Jóni Stefánssyni, Kjartansson-
ar úr Húsavík. Þau reistu bú á Gilsárvöllum og bjuggu
þar allan búskap sinn, eða þar til vorið 1921. Bú þeirra
blómgaðist brátt vel, sem vænta mátti, þar sem fór saman
frábær dugnaður og stórhugur húsfreyju, og hagsýni, elja
og gætni húsbóndans. Enda varð heimili þeirra fljótlega
— og æ því meir, er stundir liðu fram — einstakt í sinni
röð í Borgarfirði og þótt víðar væri leitað. — Um þau