Hlín - 01.01.1950, Side 29
Hlín
27
Gilsárvallahjón, Stefaníu
og Jón, mátti segja bókstaf-
lega, að þau reistu hús sitt
um þjóðbraut þvera, ekki
vegna þess að það væri í
miðri sveit, heldur vegna
þeirrar þjónustu er þau
veittu, ekki aðeins þeim er
að garði þeirra bar, heldur
öllum, er þau vissu hjálp-
arþurfa, ef þau áttu þess
nokkurn kost að ná til
þeirra. — Á Gilsárvöllum
var öllum, er að garði bar,
búinn beini, sá besti, er
kostur var á. Og þeir voru
ótrúlega margir, er hlutu
hjúkrun og aðra fyrir-
greiðslu undir þaki þeirra
hjóna, þótt þar væri hvorki hátt til lofts nje vítt til veggja,
og sannaðist þar, að þar sem nóg er hjartarúm, þar er líka
húsrúm.
Stefánía tók ung að gegna ljósmóðurstörfum í sveit
sinni og gegndi þeim störfum marga áratugi, eða þar til
lærð ljósmóðir kom í sveitina. Þurfti til þess mikla at-
gervi, andlega sem líkamlega, eins og ástæður voru þá í
afskektri sveit, fjöllum girtri á þrjá vegu og mislyndum
Ægi á þá fjórðu, enda var í fjölmörgum tilfellum
ómögulegt að ná í læknishjálp, hversu mikið sem við lá.
En Stefaníu heppnuðust ljósmóðurstörfin undra vel,
þótt engrar skólafræðslu hefði hún notið til slíkra starfa,
enda var það þjónustan við menn og málleysingja, er
var sá snari þáttur í skaphöfn Stefaníu, sem líf hennar og
starf mótaðist fyrst og fremst af. Þar var aldrei til launa
horft annara en þeirra, sem fólust í meðvitundinni um
Stefanía ólafsdóttir.