Hlín - 01.01.1950, Blaðsíða 30
28
Hlín
unnið kærleiksverk. — Þegar jeg minnist Stefaníu á Gils-
árvöllum kemur mjer ávalt í huga hið fornkveðna: „Því
að hungraður var jeg og þjer gáfuð mjer að eta, þyrstur
var jeg og þjer gáfuð mjer að drekka, gestur var jeg og
þjer hýstuð mig, nakinn og þjer klædduð mig, sjúkur og
þjer vitjuðuð mín, í fangelsi var jeg og þjer komuð til
mín.“ — Með þessu er einmitt saga Stefaníu sögð í stórum
dráttum. Það mun ekki ofmælt, að heimili þeirra Stefaníu
og Jóns á Gilsárvöllum væri griðastaður þeirra, er sjúkir
voru, fátækir, eða á annan hátt olnbogabörn í heimi hjer.
Slíkt fólk flutti Stefanía inn á heimili sitt og hjúkraði,
og jeg hygg að allir hafi þar hlotið nokkra bót meina
sinna, því líknandi læknishendur Stefaníu á Gilsárvöllum
voru máttugar til góðra verka. Og öllum gat hún miðlað
af andlegum þrótti sínum og kærleika, er henni var hvort-
tveggja gefið í óvenjulega ríkum mæli. Hún græddi sár og
þerrði tár í bókstaflegum skilningi. Sem dæmi um þessa
þjónustu Stefaníu má geta þess, að hún tók konu nokkra
á heimili sitt og annaðist hana endurgjaldslaust í 21 ár,
oftast sem mjög erfiðan sjúkling.
Þau voru líka mörg börnin, fátæku, þjáðu og vanheilu,
sem þau Stefanía og Jón á Gilsárvöllum tóku að sjer og
gengu í foreldrastað. Það mun ekki ofmælt, að innan
veggja þeirra var ósjaldan hlúð að og vakin til lífs gróð-
ur, sem ella hefði kalið til dauða á berangri mannfjelags-
ins.
Þeim Stefaníu og Jóni varð 4 barna auðið, er öll kom-
ust úr bernsku. Son sinn mistu þau á sviplegan hátt, er
hann var í blóma lífsins, en dætur þeirra þrjár komust til
fullorðins ára. Stefanía misti mann sinn árið 1926. Sam-
búð þeirra var löng og óvenjulega ástrík. Þó voru þau á
ýmsa lund ólík að skaphöfn. Hún var ör í lund, óvenju-
lega stórhuga og úrræðagóð að sama skapi. Hann var að
eðlisfari fremur hljedrægur og varfærinn, í hófi þó. En
eitt áttu þau sameiginlegt: Þjónustuna við menn og mál-