Hlín - 01.01.1950, Page 31
Hlín
29
leysingja, einkum þá, er hlotið höfðu sess skuggamegin í
heimi hjer. Það mætti orða það þannig, að þar hefði ver-
ið hinn raunverulegi samnefnari í lífi þeirra og starfi,
Stefaníu á Gilsárvöllum mun lengi verða minst í
Borgarfirði og víðar, sem fágætrar konu. Má nokkuð
marka mannkosti hennar á því, að til hennar komu sveit-
ungar hennar í gleði sinni og þó fyrst og fremst á erfiðustu
og þungbærustu stundum æfi þeirra. Og ætíð var hún
veitandi, miðlandi öðrum af auðlegð huga og handar.
Jafnvel eftir að hún var orðin rúmföst síðustu stundir æfi
sinnar hjer í heimi, þrotin að líkamlegum þrótti og sjón,
fylgdist hún með daglegu lífi og önn umhverfis síns og gat
þá ótrúlega oft tekið jákvæðan þátt í baráttu og störfum
hinna yngri, því „andinn getur hafist hátt, þótt höfuð
lotið verði“.
Borgfirðingar og aðrir, sem kynni höfðu af Stefaníu á
Gilsárvöllum, og þeir voru margir, þrátt fyrir búsetu
hennar í afskekktri sveit — munu ætíð minnast hennar
með aðdáun, virðingu og þakklátum huga. — Á 100 ára
afmæli Stefaníu minntust nokkrir nánustu ættingjar og
vinir hennar með myndarlegri minningargjöf.
Guð blessi minningu Stefaníu á Gilsárvöllum og gefi
sem flestum, körlum sem konum, náð til þess að lifa og
starfa í anda hennar. Sú þjónusta myndi hinni látnu
merkiskonu hugþekkust og fósturjörðinni heilladrýgst.
Þ. M.
Guðrún Halldórsdóttir,
Efrihólum.
Þann 15. október 1949 andaðist að Kópaskeri frú Guð-
rún Halldórsdóttir frá Efrihólum í Núpasveit í Norður-
Þingeyjarsýslu.
Guðrún fæddist að Syðri-Brekkum á Langanesi hinn