Hlín - 01.01.1950, Side 32
30
Hlin
12. júlí 1882. Móðir hennar var Dýrleif Kristjánsdóttir
frá Leirhöfn, en faðir hennar, Halldór Guðbrandsson,
var ættaður af Langanesi. Eru ættir beggja alkunnar og
velmetnar um Þingeyjarsýslu og víðar um land.
Foreldrar Guðrúnar bjuggu allan sinn búskap að Syðri-
Brekkum, og þar ólst hún upp. Var foreldraheimilið
með hinum mesta myndarbrag. Iðjusemi var mikil og
kapp við vinnu. En eigi að síður var heimilið frjálst og
glaðværð mikil. Mun það að mörgu hafa verið fyrirmynd
Guðrúnar, þegar hún átti sjálf heimili að ráða.
Þegar Guðrún var ung var ekki mikið urn skólanám að
ræða til sveita, var það helsta nám ungra kvenna, ef þær
komust á prestsetrin til náms. Guðrún naut nokkurrar til-
sagnar á Sauðanesi hjá dætrum frú Hólmfríðar Þorsteins-
dóttur og síra Arnljóts Ólafssonar; og þar var um að ræða
kenslu í fremstu röð. Ætíð mintist Guðrún Sauðanes-
fjölskyldunnar með virðingu og þakklátssemi. — Nokkurr-
ar fræðslu mun Guðrún líka hafa notið á Þórshöfn hjá
Guðmundi Hjaltasyni. Hann var hinn besti kennari,
einkum áhugasömum nemendum. Og áhugann og kapp-
ið mun síst hafa vantað hjá Guðrúnu.
Halldór, faðir Guðrúnar, varð ekki gamall maður.
Hann andaðist árið 1896, og voru þá börn hans og Dýr-
leifar öll innan tvítugsaldurs. En efnahagur heimilisins
var góður, og Dýrleif hjelt áfram búskap með börnum
sínum. Rjeðist þá til hennar Friðrik Sæmundsson frá
Narfastaðaseli í Suður-Þingeyjarsýslu, bráðduglegur gáfu-
og atgerfismaður. En vist hans á Brekkum varð til þess, að
hann og Guðrún feldu hugi saman, og giftust þau árið
1901, og var Guðrún þá aðeins 19 ára að aldri.
Fyrstu tvö hjúskaparár sín bjuggu þau, Guðrún og
Friðrik, á hluta af jörðinni Þórunnarseli í Kelduhverfi.
En svo þröngt athafnasvið var síst við hæfi þeirra hjóna.
Bauðst þeim þá jörðin Efrihólar í Núpasveit og tóku þau
hana til ábúðar vorið 1903. Eigi höfðu Efrihólar verið