Hlín - 01.01.1950, Page 33
Hlin
31
taldir neitt höfuðból, en að
ýmsu farsæl jörð. — Land-
kostir voru góðir og jörðin
vel í sveit komin. Tún eigi
stórt, sæmilega grasgefið,
en að mestu þýft. Engjar
litlar og reytingssamar.
Enda hafði aldrei verið bú-
ið þar stóru búi. — í hönd-
um þeirra, Guðrúnar og
Friðriks, varð þessi jörð að
glæsilegu höfuðbóli. — Að
útliti jarðarinnar nú skal
síðar vikið, en minst heim-
ilshátta í Efrihólum.
Báðum var þeim hjónum
það frá hinu fyrsta Ijóst, að
höfuðatriðið við búskap
, er það, að aldrei þekkist
skortur á neinu, sem til búskaparins heyrir, síst af öllu
heyskortur — Túnræktin var því höfuðatriðið. En þá var
ekki um annað að ræða en þúfnasljettun með hand-
verkfærum. Var það ósjaldan á fyrstu búskaparárum Guð-
rúnar, að hún vann að því að flytja þökur úr flögum og
stafla þeim. Síðar, þegar hraðvirkari ræktunaraðferðir
komu til sögunnar, hætti hún að taka sjálf þátt í ræktun-
arstörfunum, en áhugi hennar um þau var hinn sami alla
hennar búskapartíð.
Fyrsta barn þeirra hjóna fæddist sama vorið sem þau
komu að Efrihólum, og fjölgaði þeim brátt. En samt sá
Guðrxin sjer fært að taka að sjer erfitt og tímafrekt starf
utan beimilis síns. — Veturinn 1907—1908 dvaldi Guð-
rún í Reykjavík til þess að læra ljósmóðurstörf, og tók við
sem ljósmóðir strax og hún kom heim. Hjelt hún þessu
starfi áfram um áratugi. Ljet hún það ekki hindra sig
Guðrún Halldórsdóttir.