Hlín - 01.01.1950, Síða 34
32
Hlín
þótt henni væri um nokkur ár mjög erfitt um ferðalög
sökum heilsubilunar, en farartæki voru þá aðeins hestar
og stundum á vetrum sleðar, þegar best gegndi.
Þegar Guðrún var heima, var hún óþreytandi við alt
sem að heimili lýtur. Gestrisni var mikil og heimilisfólk-
ið margt. Við sauma og ullarvinnu var hún óþreytandi. —
Við barnafræðsluna voru þau hjónin samhent. Og vegna
þess, hversu eldri börn þeirra nutu snemma fræðslu, gátu
þau líka snemma farið að kenna hinum yngri systkinum
sínum. — Vegna þess hve vel var sjeð fyrir fræðslunni
heima í Efrihólum, gátu börn Guðrúnar og Friðriks
snemma hafið skólagöngu. Aðeins eitt þeirra gekk í
mentaskóla, Barði, sem er lögfræðingur. En hin hafa
stundað margvíslegt nám, en einkum það, sem lýtur að
kenslu. Mörg þeirra hafa verið lengur eða skemur í skól-
um erlendis.
Bestu skólar íslensku þjóðarinnar hafa löngum verið
heimilin. Eigi þarf að efa, að það eru áhrif frá heimilinu
í Efrihólum, sem hafa ráðið því hvaða störf dætur Guð-
rúnar hafa valið sjer. Elsta dóttir hennar, Halldóra, hefur
nú stýrt barna- og ungiingaskóla um 24 ára skeið. En Þór-
ný og Svanhvít veita forstöðu h úsmæðraskól um.
Um börn þeirra, Guðrúnar og Friðriks, sem áður eru
ótalin, er það að segja, að Dýrleif, Margrjet og Guðrún
Sigríður, eru allar giftar konur, en Sæmundur, Kristján
og Jóhann eru framkvæmdastjórar í Reykjavfk, en Barði
er málafærslumaður. — Eru öll börn þeirra, Guðrúnar og
Friðriks, vinsæl og vel metin.
Að síðustu skal getið árangurs af búskap þeirra hjón-
anna og Ijósmóðurstörfum Guðrúnar.
Þær eru fáar jarðir Þingeyjarsýslu, sem hafa tekið slíkum
stakkaskiptum, sem Efrihólar, það sem af er þessari öld:
Tún girt, sljettað og stóraukið með sáðsljettum. Hús öll
bygð upp, að mestu úr steinsteypu, vegir lagðir um land-
areignina og flest nýtísku þægindi innleidd. — Þjóðkunn-