Hlín - 01.01.1950, Síða 35
Hlin
33
ur maður, sem heimsótti Efrihóla, kvað bæinn svipa meir
til erlends höfðingjaseturs en íslensks bóndabæjar.
Það starf, sem Guðrúnu var öllu öðru kærra var 1 jós-
móðurstarfið, enda farnaðist henni það fyrirtaks vel. Eng-
in kona mun hafa dáið, sem var undir hennar meðferð,
og örfá börn. Enda naut hún hins mesta trausts allra sem
þektu hana. Vafalaust hefur hún gegngt starfinu mikið
lengur en heilsu hennar hentaði. En það var hún lítið að
hirða um. — Síðasta sumarið, sem Guðrún lifði, mun
hana hafa grúnað, að rná væri starf sitt sem Ijósmóður
senn á enda. — Ljet hún þá taka mynd af sjer með elsta
og yngsta barninu, sem hún hafði tekið á móti. Voru það
þau frú Friðný Þórarinsdóttir að Hóli á Melrakkasljettu
og Barði Þórhallsson á Kópaskeri, dóttursonur Guðrún-
ar. En milli þessara barna voru meir en fjórir áratugir.
Friðrik, eiginmaður Guðrúnar, andaðist árið 1936.
Hjelt Guðrún áfram búi í Efrihólum með börnum sín-
um, uns hún hætti búskap árið 1945, enda voru þá böm
hennar komin víða og bundin við margvísleg störf, og
varð ekkert þeirra til þess að taka við búi í Efrihólum.
Hefur búið þar síðan Þorleifur Benediktsson (systurson-
ur síra Þorleifs Jónssonar á Skinnastað). Hafði hann áður
verið vinnumaður Guðrúnar og Friðriks, og sýnt dugnað
og trúmensku sem best má verða.
Mörg góð hjú voru í vist hjá þeim hjónum. Lengst var
þar Sigurlaug Sigurðardóttir, sem er enn á lífi, öldruð og
dvelur hjá Halldóru dóttur þeirra. Hún var Guðrúnu
meðal annars ómetanleg í hinum mörgu fjarvistum henn-
ar meðan börnin voru í æsku.
Nokkur síðustu ár sín var Guðrún búsett í Reykjavík,
en dvaldi á sumrum nyrðra hjá dætrum sínum. Um nokk-
ur síðustu árin var hún orðin heilsutæp. Hún andaðist,
sem áður segir, hinn 15. október 1949 á heimili Margrjet-
ar dóttur sinnar á Kópaskeri, og var jarðsett við Snarta-
staðakirkju hinn 28. sama mánaðar. Var mjög fjölment
3