Hlín - 01.01.1950, Page 36
34
Hlin
við jarðarförina, þar sem saman voru komin börn, ætt-
ingjar og vinnuhjú, — auk hinna mörgu kvenna, sem
Guðrún hafði setið yfir og annara vina.
í júlímánuði 1950.
Einar Sigjússon, Ærlæk í Axarfirði.
Vilborg Pjetursdóttir,
Ijósmóðir.
Vilborg var fædd á Ánastöðum í Hjaltastaðaþinghá 10.
apríl 1840. Nú fyrir nokkrum dögum lieimsótti jeg kunn-
ingjakonu mína, sem býr hjer skamt frá Reykjavík. Þar sá
jeg málverk af fjallinu gengt Ánastöðum, er það
fallegasta og einkennilegasta fjall, sem jeg hef sjeð. Þegar
maður horfir á það úr fjarlægð, sýnist ótal kastölum með
opnum dyrum vera raðað eftir fjallsbrúninni. Það heitir
líka Dyrfjall. Finst mjer það táknræn mynd af heimili Vil-
borgar, þegar hún var orðin húsíreyja á stóru og mann-
mörgu heimili, Æsustöðum í Eyjafirði. Öllum stóð opið
hennar heimili, og eitthvað stórt og göfugt var æfinlega
við það. Þangað sóttu margir góð ráð og uppörfun í stríði
lífsins.
Þegar jeg var unglingsstúlka kyntist jeg þeim Æsustaða-
mæðgum, Vilborgu og tveim dætrum hennar, Jónínu og
Hólmfríði, fanst mjer þær allar hver annari betri og fall-
egri. — Þá var maður Vilborgar dáinn, hann hjet Jón og
var sonar-sonur síra Jóns lærða í Möðrufelli. Hann var
mesti og besti maður, en dó á sínum mestu manndómsár-
um til skaða fyrir Eyjafjörð, man jeg að faðir minn og
margir aðrir syrgðu það mikið, og oft var vitnað í Jón á
Æsustöðum sem góðan og mikinn mann, held jeg að hann
hafi verið ástsæl fyrirmynd í Eyjafirði. Jón sótti konu sína