Hlín - 01.01.1950, Side 37
Hlin
35
austur í Hjaltastaðaþinghá,
kyntist henni þegar hún
var að læra ljósmóðurfræði
hjá Rósu Jónsdóttur í
Oxnafelli, sem var eina
siglda ljósmóðirin í Eyja-
firði og þó víðar væri leit-
að. — Sjest af þessu, að Vil-
borg Pjetursdóttir, ljós-
móðir, settist í vandasamt
sæti, þar sem hún stundaði
starf sitt jafnhliða ágætri og
þektri ljósmóður, og þar á
ofan hefur hún ef til vill
tekið draumsjónamanninn
frá eyfirskum heimasætum.
Hver veit um það. Að
minsta kosti leitaði jeg oft
að stæðum fyrir öfund, sem
á henni lá, gátu þær meðal annars verið af því, að hún var
hin mesta kona, reglulegur skörungur í öllu sem að bú-
skap og hannyrðum laut, auk þess var hún falleg og
gjörvileg svo af bar.
Hún tók á móti fjórum mínum börnum af sex, var hún
hætt að sinna ljósmóðurstörfum, þegar tvö þau yngstu
fæddust. Jeg get gefið henni ágætis vitnisburð sem ljós-
móður, enda var hún á þeim tíma orðin vinsæl í starfisínu.
Jeg fór að minnast á það við Jónínu dóttur Vilborgar,
sem enn er á lífi, að við mættum ekki láta aðra eins konu
og móður hennar liggja óbætta hjá garði. — Hefur Jónína
tekið saman minningar um ljósmóðurstörf og sumt af
svaðilförum mömmu sinnar, en þær fylgdu óhjákvæmi-
lega því starfi, meðan engin á var brúuð eða vegir lagðir.
Gef jeg svo vinkonu minni, Jónínu, orðið:
Æstustöðum, í júlí 1949. — Sigurlína Sigtryggsdóttir.
3*
Vilborg Pétursdóttir, ljósmóðir.