Hlín - 01.01.1950, Síða 38
36
Hlín
Þegar móðir mín var 25 ára gömul rjeðist hún að Öxna-
felli í Eyjafirði til að læra ljósmóðurstörf hjá Rósu Jóns-
dóttur Thorlacius, sem mun þá hafa verið eina siglda
Ijósmóðirin á öllu Norðurlandi og þótti stórt nafn í þá
daga. Að loknu námi í Öxnafelli, og prófi hjá Finsen
lækni á Akureyri, fór hún aftur heim til sín, en kom til
baka næsta sumar og giftist Jóni Jónssyni, prests að
Grundarþingum. Það sumar hófu þau ungu hjónin bú-
skap að Hrísum í Saurbæjarhreppi, og jafnframt var
henni veitt ljósmóðurumdæmið í Inn-Eyjafirði, sem var
frá Núpá að meðtöldum Sölvadal að austan inn í botn
Eyjafjarðar, og út að vestan að Skjóldalsá. — Fyrst framan
af mun hún hafa tekið á móti tiltölulega fáum börnum,
sem nókkuð mun hafa stafað af því, að konunum mun
hafa fundist meira öryggi í því að að hafa hjá sjer siglda
ljósmóður, og skal það engum láð. En þetta smálagaðist,
og flestar ef ekki allar konur á hennar starfssvæði sóttu
hana um fjölda ára.
Þó að Eyjafjörður megi heita veðursælt hjerað, getur
þó oft brugðið út af því. Þá voru oft harðindaár og vetrar-
ríki mikið, en aldrei heyrðist hik á móður minni, þegar
komið var að sækja hana, þó að stórhríðarbylur væri, enda
átti hún góða og trausta hesta.
Nú set jeg hjer nokkrar svaðilfarir móður minnar:
Eitt sinn var hún sótt í stórhríðarveðri að Sölvahlíð í
Sölvadal. Það er yfir fremur vondan háls að fara frá Æsu-
stöðum. í Sölvahlíð bjuggu þá bláfátæk hjón með stóran
barnahóp, það yngsta á 2. ári. — Þegar móðir mín kom til
baka eftir 2 sólarhringa i miklu hríðarveðri, kom hún
alt í einu inn í baðstofudyrnar eins og snjókerling með
böggul í fanginu, hún gaf sjer ekki tíma til að heilsa, en
kallaði til einnar vinnukonunnar og segir henni að taka
við barninu og sjá hvernig því liði. Jeg bað Guð fyrir
mjer og hugsaði með mjer: „Getur það verið að hún sje