Hlín - 01.01.1950, Side 42
40
Hlin
hafi fyrir hjá móður minni. — Þá segir Steingrímur: „Nei,
hvernig fór hún að þessu, hvað gat hún gert?“ — Hún
sendi auðvitað strax eftir lækni, sem enginn var nema
Þorgrímur Johnsen, en til Guðs lukku var barnið fætt
liálftíma áður en læknir kom. — „Hvað hún hefur gert
get jeg ekki sagt um, jeg hugsa að Guð og hennar góðu
bænir hafi hjálpað henni þá eins og alla hennar Ijósmóð-
urtíð, því hún var trúuð kona.“ — Læknirinn þagði við
um stund, en segir svo: „Þetta er líklega alveg rjett hjá
yður, því einhversstaðar stendur það skrifað, að trúin
flytji fjöll. Annars er það ótrúlegt hvað ljósmæður gátu
gert í þá daga með þeirra litlu mentun og verkfærum og
ljelega eða enga lækna.“ —
Einnig ljet móðir mín sækja lækni til Sigrúnar, konu
Sveinbjarnar í Núpufelli, þeirra fyrsta barn. Klukkan 3
um nótt var móðir mín sótt. Daginn eftir var í Núpufelli
stór jarðarför. Fólkið kom heim í Núpufell frá jarðarför-
inni og þáði veitingar. Var þá alt óbreytt hjá sængurkon-
unni. Fólkið fór að áfelia móður mína fyrir það að láta
ekki sækja lækni. Á ellefta tímanum ljet svo móðir mín
sækja lækninn. Hann kom um þrjúleytið um nóttina. En
þegar hann var búinn að skoða konuna verður hann fok-
illur, og spyr hvernig henni hafi dottið í hug að láta
sækja sig, þegar fæðingin sje ekki komin lengra. Hún
sagðist hafa sett það á skýrsluna hvernig ástæður væru og
vonast eftir að eitthvað yrði farið að lagast þegar hann
kæmi, og svo til að friða fólkið. Læknirinn var Halldór
Gunnlaugsson, starfandi um tíma fyrir Steingrím. —
Barninu náði hann ekki fyr en á 11. tímanum um morg-
uninn. Vel fórst honum það alt og konu og barni heilsað-
ist vel þó strangt væri. — Jeg man ekki hvort það var fyrsta
eða annað sumarið sem við vorum á Æsustöðum, að slæm
taugaveiki kom upp í Æsustaðagerðinu, en þar var van-
fær kona, Vilhelmína Sigurðardóttir. Skömmu eftir að
hún lagðist í taugaveikinni tók hún ljettasóttina, barnið