Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 43
Hlin
41
fæddist, en konan dó nokkru seinna. Þetta var um há-
sláttinn. Jeg veit að móðir mín hefði komið heim með
þetta barn eins og hún gerði svo oft, ef erfiðleikar voru á
heimilum sængurkvenna, en jeg veit að henni hefur fund-
ist hún bera mikla ábyrgð á sínu eigin heimili. Þegar hún
kom heim, skildi hún öll sín föt eftir úti, þar sem sólin
bakaði þau best, og áminti okkur krakkana um að koma
ekki við þau. Við vorum líka hrædd við fötin einsogvofur.
Mörgum árum seinna var móðir mín sótt frá Tjörnum,
þar var stúlka lögst á sæng. Hjónin, sem þar bjuggu þá,
áttu þrjá drengi, sem allir láu í barnaveiki, en aðeins
einn blóðvatnsskamtur til í lyfjabúðinni á Akureyri. í
þetta skifti fanst mjer móður minni brugðið, en ekkert
sagði hún. Þá var Jónheiður mín á fyrsta misserinu, en
hún var ömmu sinnar yndi frá fæðingu til grafar.
Móðir mín var búin að vera 39 ár starfandi ljósmóðir,
þegar hún flutti frá Æsustöðum að Akureyri. Þá fóru
konur að sækja hana þar, en þá fanst henni hún vera orð-
in of gömul til þessa s'tarfa og sagði af sjer, þá á sjötugs-
aldri.
Jónina JónscLóttir frá Æsustöðum.
Þuríður G. Runólfsdóttir,
Króksfjarðarnesi.
Fyrir rúmum 50 árum kom jeg í fyrsta sinn að Vals-
hamri, þá 8 ára óframfærinn, feiminn og fráleitt mjög
peisinn drenghnokki. Hvert erindi mitt var, er fallið í
gleymsku, en alúð og vinsemd húsfreyjunnar er ennþá
ómáð í huga mínum. Hún ræddi við mig við mitt hæfi,
ljet sýna mjer allan bæinn og annað það er krakkar á
minu reki hafa gaman af. Góðgerðir, bragðgóðar, fjellu