Hlín - 01.01.1950, Síða 44
42
Hlin
vel við minn smekk, og er haldið var af stað, fylgdi hún
mjer til reiðhestsins að sjá um að jeg kæmist á hestbak.
Þannig voru hin fyrstu kynni mín af Þuríði Runólfs-
dóttur, síðar varð kynningin meiri, einkum eftir að hjón-
in fluttu að Króksfjarðarnesi, því þangað lágu leiðir
margra, eins og „heim að Hólum“ forðum. Með auknum
aldri og þroska sjálfs mín og meiri kynnum, jókst velvild
mín og virðing fyrir Þuríði og hinum fjölþættu eiginleik-
um og mannkostum hennar. Þar fóru saman orð og at-
hafnir, varfærni og hreinskilni í orði, hvort sem hún
ræddi um málefni eða menn. Með hógværð og velvild,
skýrt og ákveðið sagði hún fyrir verkum. — Þuríður var
verkhyggin, afköst hennar voru undra mikil, og smekk-
vísi og vandvirkni var einkennandi, svo ekki varð lengra
komist. Sama útlit höfðu þau verk, er int voru af öðrum,
undir hennar eftirliti.
Það var öllum ljóst við fyrstu sýn, sem að garði bar, að
þar stjórnaði húsfreyjan, sem var fyrir öðrum. „Þjer vinn
jeg alt sem jeg vinn“, þessi fornu ummæli má heimfæra
til Þuríðar gagnvart heimili hennar. Hún helgaði því
óskift alt starf sitt, alt vinnuþol og störfin voru þannig af
hendi int, sem best og fullkomnast var hægt að gjöra. Öll
störf hennar voru talandi vottur um heilsteypta og göf-
uga skapgerð, og þannig reyndist hún öllum þeim, er
höfðu nánust kynni af henni. — Ein af hinum góðu og
göfugu lyndiseinkennum Þuríðar var trygglyndi hennar.
Hún mun hafa verið vinavönd og viljað kynnast fyrst
þeim, er hún gerði að vinum sínum, og reyndust þeir
sem hún gjörði kröfur til, var vinskapurinn óbrotgjarn og
vinurinn traustur.
Um Þuríði sem eiginkonu og móður læt jeg mann
hennar, Ólaf Eggertsson, hafa orðið. — Við líkbörur
hennar mintist hann hversu hún hefði verið traustur og
styrkur lífsförunautur, umhyggjusöm og kærleiksrík, sem
ávalt hefði verið sjer samhent til framtaka og manndóifts,