Hlín - 01.01.1950, Page 45
tiíin
4?.
og einnig vakað yfir hóf-
legri framsækni sinni og
öru lund. „Og er heilsan
þvarr og sjúkrabeðurinn
varð starfsvið mitt, hve
henni var auðvelt að stytta
stundirnar og dreifa á bug
þrautunum, gjöra bjart í
huga mínum með ná-
kvæmni handanna og bjart-
sýni og trúartrausti sálar-
innar.“
Og í brúðkaupi Bjarneyj-
ar dóttur þeirra sagði hann:
„. .. . Það veganesti, sem
þú ferð með út í lífið úr
foreldrahúsum og sem
mestu máli skiftir og verð-
ur þjer styrkur og aflgjafi
er gróðursett og þroskað af þinni ástríku, umhyggjusömu
móður. Ykkur börnum sínum helgaði hún alt sitt besta
og fórnaði öllu því dýrmætasta."
Nokkur börn og unglingar dvöldu um lengri og skemri
tíma á heimili hennar, var hún þeim góð og umhyggju-
söm og kendi þeim sem börnum sínum velvirkni í starfi,
góðan og göfugan hugsunarhátt, enda hefur æfistarf
þeirra borið vott um það.
Þuríður var fædd 7. desember árið 1847. Foreldrar voru
hjónin Runólfur Sigurðsson stúdents úr Dölum og Ingi-
björg Jónsdóttir, Vigfússonar frá Dröngum á Skógar-
strönd, þau munu hafa búið á Hamarlandi í Reykhóla-
hreppi og þar mun Þuríður hafa dvalist uppvaxtarár sín.
Árið 1878 giftist hún Ólafi Eggertssyni, Magnússonar,
bónda í Skáleyjum. — Þau, Ólafur og Þuríður, hófu bú-
skap vorið 1879 að Ingunnarstöðum í Geiradalshreppi,