Hlín - 01.01.1950, Side 46
44
Hlin
ung að aldri, með lítinn mal, en með bjartar vorvonir,
djarfan hug og einlæga trú á manndóm sjálfs sín, gæði og
frjómagn landsins og þann mátt, sem hjálpar hverjum er
hefur viljann til sjálfsbjargar. — Vorið 1883 fluttu þau að
Valshamri í Geiradal, þar bjuggu þau í 20 ár til vorsins
1903 að þau fluttu að Króksfjarðarnesi.
Þeim varð 5 barna auðið, 3 drengir dóu ungir, en tvö
komust til fullorðins ára: Jón, nú bóndi og hreppstjóri í
Króksfjarðarnesi, var kvæntur Þuríði Bjarnadóttur frá
Ásgarði f Dölum, en misti hana árið 1931, og Bjarney, nú
ráðskona hjá Jóni bróður sínum, gift Ólafi Þórðarsyni frá
Bæ í Króksfirði, dáinn 1931. — Þuríður andaðist 4. júní
1913. — Hjá vandamönnum og vinum hennar er skær
bjarmi yfir minningunum, þær voru svo hreinar, hlýjar
og bjartar af einlægni og kærleika, að ekki fellur skuggi
á þær, þótt langt sje umliðið að árum frá burtför hennar.
Guðbrandur Benediktsson, Broddanesi í Strandasýslu.
Liðin merkishjón.
JÓN SN. NORÐFJÖRÐ, bóndi í Lækjarbug í Mýrasýslu, og
kona hans, GUÐRÚN J. NORÐFJÖRÐ, ljósmóðir.
í önnum dagsins vill margt fyrnast eða dragast úr
hömlu, sem þó síst skyldi. Þannig hefur það verið, að
mörg undanfarin ár hef jeg ætlað mjer að minnast lítil-
lega þeirra merkishjóna, Jóns Sn. Norðfjörð og konu
hans, Guðrúnar J. Norðfjörð, ljósmóður, en þau eru
bæði dáin, Guðrún fyrir 12 árum, og Jón fyrir 7 árum,
og hvíla bæði í Akrakirkjugarði. — í þessum fáu orðum
vildi jeg þó einkum minnast Guðrúnar, þar sem jeg sem
móðir hafði meira saman við hana að sælda.
Jón Sn. Norðfjörð var fæddur 30. nóv. 1859 í Goðdöl-