Hlín - 01.01.1950, Page 48
46
Hlin
fóstursyni sínum og bróðursyni Guðrúnar, Guðjóni Þór-
arinssyni, en í Lækjarbug dvöldust þau til æfiloka.
Guðrún J. Norðfjörð var fædd 21. okt. 1865, á Snorra-
stöðum í Hnappadalssýslu, dóttir Jóns Þorgeirssonar,
bróður Salbjargar í Flatey, og konu hans, Guðríðar
Brandsdóttur bónda á Raufarfelli undir Eyjafjöllum,
bróður Ögmundar á Kópsvatni. — Fyrri maður Guðríðar
var Vigfús Þórarinsson Öfjörð, gull- og silfursmiður,
bjuggu þau að Ketilhúshaga á Rangárvöllum. Börn
þeirra, hálfsystkini Guðrúnar, voru Þórarinn f Fossnesi f
Árnessýslu, og Ingibjörg, sern^ ung fluttist til Ameríku,
bæði löngu dáin.
Guðrún ljest 24. júní 1938, en Jón 8. aprfl 1943. Þau
eignuðust ekki börn, en ólu upp tvo fóstursyni, Jón Þ.
Benediktsson, efnisvörð í Reykjavík, og áðurnefndan
Guðjón, bónda í Lækjarbug, en auk þess að nokkru þrjú
börn hans, sem Guðrún gekk í móðurstað, Valtý, búsettan
í Keflavík, Guðrúnu, búsetta í Mýrdal í Hnappadalssýslu,
og Gyðu, búsetta í Reykjavík.
Jón Sn. Norðfjörð var meðalmaður á vöxt, fríður sýn-
um og hvers manns hugljúfi, er honum kyntust, prúður
í framkomu og afburða aðlaðandi f viðmóti. Hann var
bókhneigður og allmikið lesinn, enda fróður vel. Trún-
aðarstörfum gegndi hann fyrir sveit sína, var t. d. oddviti
um hríð. Á harðbýlisárunum fyrir og eftir síðustu alda-
mót bjuggu þau hjón við frekar lítil efni, en síðari bú-
skaparár þeirra breyttist þetta. Jón keypti ábýlisjörð sína
og bygði þar myndarlegt steinhús, eitt af þeim fyrstu
þar í sveit. Sveitungar Jóns minnast hans lengi sem hins
hugljúfa, hreinlynda og glaða drengs, og Guðrúnar sem
óvenjulega glæsilegrar og mikilhæfrar konu.
Guðrún útskrifaðist úr Ljósmæðraskólanum árið 1896,
og gegndi ljósmóðurstörfum æ síðan samhliða búskapn-
um. Hún var fyrsta ljósmóðir, sem hreyfði því að launa-
kjör ljósmæðra yrðu bætt, og að hennar undirlagi mun