Hlín - 01.01.1950, Page 49
Hlín
47
landlæknir hafa flutt frumv. til laga um breytingar á
launakjörum þeirra 1912.
Það eru nú liðin full 45 ár, síðan jeg sá Guðrúnu í
Lækjarbug í fyrsta sinn, er jeg ung að árum fluttist í þá
sveit, er hún bafði þá búið í um nokkur ár, og bjó síðan í
til æfiloka. — Svo sterk voru persónuáhrif þessarar glæsi-
legu konu, að jeg man þau æ síðan. Jeg varð síðar þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast henni náið, og eignast ein-
læga vináttu hennar meðan hún lifði. — Ekki er jeg fær
um að gera minningu hennar þau skil, sem jeg vildi og
vert væri, þótt jeg nú loks skrifi þessar línur. — Um hana
mun áður hafa verið ritað í Ljósmæðrablaðið 1938, og
má vísa til þess.
Guðrún var kona mjög vel vaxin, fríð að öllu útliti, og
svo örugg í framkomu, að hún minti mig á þá konu, sem
mjer hefur hugstæðust orðið þeirra, sem getið er í íslend-
ingasögum. Svo vel bar hún með sjer bestu kosti þeirrar
íslensku formóður. Ekkert fanst mjer óhreint gæti þrifist
í návist Guðrúnar, hugur hennar var svo hreinn og heill.
Hún átti stóra og viðkvæma lund. Engan mann vildi hún
rangindum beita, en hún þoldi líka illa að verða fyrir
þeim af öðrum, og gat þá orðið beisk. En fyrirgefning
hennar var sönn, einlæg og heit, ef hennar var leitað, og
málefni skýrðust. Mjer fanst eiga við hana það, sem
Matthías Jochumsson kvað eftir vinkonu sína, Þorbjörgu
ljósmóður: „Heita, blíða, hrausta, djúpa sál, hjarta þitt
var eldur, gull og stál“. — Veit jeg að aldrei hefði Guðrún
sagt það hvítt, sem henni sýndist svart, til þess var per-
sónuleiki hennar of sannur. En þeim, sem þannig eru
gerðir, að segja eigi annað en meiningu sína, hver sem í
hlut á, verður oft áfátt um vini. Svo var þó ekki um Guð-
rúnu. Hún naut mikilla vinsælda og virðingar, bæði sem
samferðakona og ljósmóðir.