Hlín - 01.01.1950, Side 51
Hlin
49
verið að hjálpa til að taka fyrstu andtökin, og þannig með
Guðs hjálp að leiða þau til lífsins í þennan heim. — Það er
því skiljanlegt, að hugnæm ítök hlýtur þú að eiga í hjört-
um margra mæðra. Með ljósmóðurstörfum þínum hefur
þú unnið þjer örugt traust og virðingu, bæði innan þíns
umdæmis og utan. Okkur konur, sem nú erum í þínu tjm-
dæmi, og notið höfum þinnar hamingjusömu hjálpar og
hjúkrunar við barnsfæðingar, langar því mjög til einmitt
nú, eftir 30 ára Ijósmóðurstarf þitt, að sýna þess lítinn
vott að hugur fylgir máli
Móðurlausum börnum fóstursonar síns reyndist Guð-
rún mikil og minnisstæð móðir, enda naut hún ástríkis
þeirra í ríkum mæli. Síðasta misserið sem hún lifði var
hún þungt haldin, og var leyst frá sínum þungu þrautum
á sólstöðudaginn. Hún hafði oft óskað þess að fá að kveðja
þetta líf að vori til, í björtu veðri, að enginn þyrfti að
mæta hrakningum við jarðarför hennar. Þessar óskir fékk
hún uppfyltar. Yfir þessum dögum báðum skein heiðríkja
vorsins, eins og hún getur fegurst verið. — Þannig vona
jeg, að endaðri vegferð minni hjer, að fá að mæta þessari
vinkonu minni í landinu bjarta, sem jeg trúi að bíði okk-
ar, er jarðlífi lýkur. Og vel mundi jeg una því, að hún
færi þá um mig sínum ljósmóðurhöndum, svo hugstætt
sem mjer er, hvernig hún tók á móti börnum mínum, er
þau komu í þennan heim. Því enga ljósmóður get jeg
hugsað mjer taka á móti litlu barni af dýpri tilfinningu,
nje signa það ástúðlegar en hana.
Guðrún Jóhannsdóttir, Stóra-Kálfalæk.
4