Hlín - 01.01.1950, Page 53
Hlin
51
Landrýmið var nóg, efniviður ótakmarkaður og tæki-
færi mörg. — Um margar aldir nam bernska íslands sjer
land í kringum bæi feðra sinna og „bjó sínu búi“. —
Eftirfarandi upptalning gæti gefið nokkra hugmynd um
leikvang, leiktæki og tegund leikja:
Gullaholt, Hornahvammur, Kjálkabrekka, Leggjahóll,
Völubali, Bobbabú, Bátapollur, „Síla“-lækur o. s. frv. —
Leikvangur sveitabarnsins var undraland þess, sem það
ýmist Ijet vera náttúruna sjálfa óbreytta, eða lagaði til eftir
óskum og þörfum. — Þá varð til margt nýtt, sem jafnvel
enginn kennari kunni skil á í landafræðinni: Fjöll og dal-
ir, hólar og hæðir, fossar, lækir, ár og fiskivötn, hvert
nefnt sínu nafni unr leið og það var skapað. — Minnisstæð
verða nöfn eins og Furðufjall, Draumadalur, Dverghóll,
Bláfoss, Bunulækur, Silungsá, Brönduvatn o. fl.
Og mannvirkin voru gerð, brýr, vegir og bú, því að
efniviðurinn var við höndina og sköpunarþráin ókyrkt. —
Og leiktækin voru heimafengin, oft sjálfgerð, en stundum
gerð af manna höndum, t. d. börnunum sjálfum, eða af
þeim fullorðnu, því afi og fóstri, eða aðrir hollvinir,
telgdu stundum ýsubeinsfugl eða annað dýrmæti, ef
vel stóð á.
Og börnin gátu notast við ótrúlegan efnivið. — Auðugt
ímyndunarafl þeirra gat með steinvölum, torfusneplum
eða moldarleðju skapað öfundsverða hluti, — undraheim.
Já. „Steinar tala og alt hvað er,“ stendur þar.
„Renni, renni rekkja mín,“ og „fljúgðu, fljúgðu
klæði. . . . “
Þannig undu börnin glöð við sitt. Og leikir þeirra urðu
oft smækkuð mynd af lífsbaráttu fullorðna fólksins,
hermd störf eldri kynslóðarinnar.
Við þessi æskilegu vaxtarskilyrði bjó bemska lands vors
um aldaraðir. — Fyrir þeim fullorðnu virtist þetta hafa
verið eins og hver annar sjálfsagður hlutur. Fjölskyldu-
feður hins gamla íslands, — foreldrarnir í dreifbýlinu —
4»