Hlín - 01.01.1950, Síða 54
52
Hlin
höfðu engar áhyggjur vegna leikskilyrða fyrir börn sín úti
við, nema um beinar hættur væri að ræða. Enda þurftu
þau þess ekki, umhverfið var ræktandi og kendi betur en
nokkur kostakennari. — Og hvernig haldið þið, að for-
eldrum þeirra tíma hefði orðið við, ef int hefði verið að
fyrirbrigðum eins og leikvöllum, leikskóla eða dagheim-
ili? — Skárra er það! Skyldu nú börnin þurfa að fara í
skóla til að leika sér? Og. . .. Ætli það nægi að hafa heim-
ili bara á daginn? — Nei. Þessi æskilegu vaxtarskilyrði
voru náðargjöf frá náttúrunni, meðtekin eins og sjálf-
sagður hlutur. — Og þessvegna fór sem fór. — Enginn veit
hvað átt hefur fyr en mist hefur. — Þjóðin tók að flytja
sig úr dreifbýlinu og hópast saman á lítil svæði. — Þorp
og bæir risu upp við sjóinn, og áður en menn áttuðu sig
var höfuðborg landsins ein búin að gleypa um þriðjung
þjóðarinnar. — Landnámið í þjettbýlinu varð harðsótt
og miskunnarlaust. — Landneminn í þjettbýlinu mátti
hafa sig allan við til að ná í landskika undir kofa handa
sjer. Húsin risu upp, óskipulega, í þjettum röðum við
stigi og troðninga. — Börnin gleymdust. Þau þurftu samt
jörð til að ganga á. Og þeim nægði ekki að syngja, að hart
væri að hafa hana ekki, eins og Káinn gerði. — í hvert
sinn, sem nýtt hús eða kofi reis af grunni, hörfuðu börnin
til næsta auðs svæðis, hjeldu því og sátu á meðan sætt var.
En brátt risu þar einnig hús. — Fjörurnar, eftirsóttir
undraheimar, breyttust í hafnarmannvirki. Og loks kom
að því, að of langt var til fanga fyrir börnin að nema sjer
land til leikja. Þau urðu landflótta í átthagaumhverfi
sínu, en þó dæmd til að una við það, sem orðið var. —
Nútímaborgirnar eru í mínum augum, að vissu leyti,
hryllileg vanskapningsfyrirbrigði, þessar steineyðimerk-
ur, þar sem foksandurinn er menn. — Og af því, að vaxtar-
skilyrði dreifbýlisins þóttu svo sjálfsögð, var landnemi
þjettbýlisins, sem úr sveitinni kom, seinni að átta sig á
því, hver snurða var hjer að hlaupa á þýðingarmikið þjóð-