Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 55
Hlin
53
þrifamál, þ. e,: þroskavænleg vaxtarskilyrði fyrir yngstu
borgarana. — Eins og áður voru góð heimili hollasti gróð-
urreitur bernskunnar. En fyrirhyggjulaus samankösun
húsa og manna olli því, að góðum, jafnvel fyrirmyndar
heimilum, var fyrirmunað að standa í stöðu sinni um
uppeldisskyldurnar. — Þröng var oft inni, skortur á leik-
vangi úti. — í göturyki og kofaþröng stálust börnin til að
leika sjer í ys og þys óskipulegrar umferðar eða á öðrum
óvelkomnum stöðum.
Leiktœkin voru nú engin eða fátækleg og ófullnægj-
andi, og umbótamöguleikar af skornum skamti. — Leikir
barnanna fengu svip sinn af þessu. Þeir urðu einhæfir og
fábreyttir, og oft ljótir, en úrræði til úrbóta lítil. — Ofan
á þetta bætist svo það, að barnið var svift tækifæri til að
fylgja hinum vinnandi manni að störfum. — Þjettbýlið
hafði í för með sjer nákvæma verkaskiftingu, sem var í
fylsta máta óæskileg og óvænleg til þroska fyrir bernsk-
una, nema að annað kæmi í staðinn. — Hvaða skilyrði
hefur nútíma borgarbarn til að fylgjast með föður sínum
að verki á vinnustöðvum eða í iðnverum, eins og t. d.
vjelsmiðjum, blikksmiðjum, fiskiðjuveri, kjötiðjuveri,
að ekki sje talað um skrifstofu- og verslunarstörf? — En
móðirin? Hvað um hana? — Mörg móðirin er það önnum
kafin, að hún verður þeirri stundu fegnust, þegar barnið
getur verið úti, og var áður vikið að aðstöðunni þar. —
Aðrar mæður geta að vísu ekki borið fyrir sig annríki, en
þykjast samt hafa öðrum hnöppum að hneppa en veita
börnum sínum nauðsynlega og viðunandi fóstrun. —
Syndaregistur þessaxar Uppeldisaðstöðu verður ekki rakið
lengra hjer í þetta sinn. — Það var ekki einasta, að barnið
væri svift heilbrigðum samskiftum við eldri kynslóðina,
heldur var það einnig firt landi til leikja, svift möguleik-
um til að gera sjer sjálft leiktæki og velja sjer efni til að
byggja úr og skapa. — En það sem var allra alvarlegast:
Börnin lærðu ekki málið með eðlilegum og æskilegum