Hlín - 01.01.1950, Side 57
Hlin
55
landinu og verða fjölmennari. — Mannlegast er því að
taka því og vinna dyggilega að því að skapa þjóðsæmandi
fjölbýlismenningu. Og ætd slík borgarmenning að rísa á
hornsteinum bestu þátta dreifbýlismenningarinnar, sem
þjóð vor hefur mótað og mátað á sig frá því á landnáms-
tíð, og kom þó með margt í arf frá landi feðra sinna. —
Og býrja ber á bernskunni. — Hin nýja borgarmenning
okkar á að mótast og vígjast í hugum og dagfari yngstu
borgaranna fyrst og fremst, því að „hvað ungur nemur,
gamall temur“, og bernskan í dag blæs í sundur og verður
fólk áður en varir. — Hjer er verk til að vinna, mikið og
göfugt verkefni. — En hvaða leiðir verða þá farnar til
úrbóta?
Af líkum má ráða, og fengin reynsla erlendis bendir til,
að umbótum muni verða hagað eitthvað á þessa leið:
I. UPPELDISHJÁLP FYRIR FORELDRA, SEM EIGA
BÖRN Á FORSKÓLAALDRI:
1. Hjálp, sem ekki krefst húsnœðis.
a) Almennir leikvellir: í þjettbýlum borgum þarf að
vera skamt á milli leikvalla fyrir börn. Byggingameistarar
borganna þurfa að ætla þeim svæði, áður en húsin eru
staðsett. Og leikvellirnir verða að vera vel búnir að góð-
um og fjölbreyttum leiktækjum, og möguleikum fyrir
barnið til eigin leikja og föndurs, einkum þegar eitthvað
er að veðri. — Sjerlærðir aðilar, — konur, — þurfa að hafa
stjórn og veita leiðbeiningar á þessum leikvöllum.
b) Skranleikvellir: Þeir gegna sama hlutverki og áður-
nefndir leikvellir, en á þá er safnað allskonar skrani, t. d.
ónýtum bílum, bátum o. fl. Og hefur þetta þegar verið
reynt erlendis og gefið góða raun.
c) Leikvangar: Hjer er átt við opin svæði, sem ekki eru
fengin börnunum „fullsköpuð“. — Aftur á móti er meira
lagt upp úr því, að leikvangur þessi geti orðið börnunum