Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 58
56
Htin
svipuð tækifæri til leikja og athafna, og sveitabarninu
bauðst í sínu frjálsa umhverfi, þ. e .a. s., að börnin fái sjálf
að skapa sjer athafna- og leikaðstæður á leikvanginum.
2. Uppeldishjálp, sem krefst húsnœðis:
a) Leikskólar: í leikskólum dvelja börnin einhvern
hluta hvers virks dags, t. d. einn flokkur barna fyrir há-
degi, annar eftir hádegi. — Börnin hafa með sjer hress-
ingu, en borða annars og sofa heima. — Á þjettbýlum
svæðum þarf að vera stutt á milli slíkra stofnana. Og þar
þarf að vera rnikið úrval leiktækja, bæði úti og inni. Land
verður að fylgja, sem gefur all-gott leikrými og er ekki of
nálægt æsi-umferð. — Þessi hjálp hentar einkar vel þeim
mæðrum, sem ráð hafa á að sinna börnum sínum heima
einhvern hluta dagsins. Og þó að góð uppeldisskilyrði
væru fyrir, hafa börn gott af því að leika sjer með öðrum
börnum og semja sig að jafnöldrum.
b) Dagheimili: Börnin dvelja þar alla virka daga, frá
kl. 9—18, og fá allan mat, nema kvöldverð. — í borgum og
þjettbýlum bæjum er þannig ástatt fyrir margri móður-
inni, að hún blátt áfram þarfnast þessarar hjálpar. Við
það sparar hún sjer starfsstúlku, sem undanfarið hefur
reynst all-erfitt að fá, svo að ekki sje minst á kaupið, sem
mörgurn láglaunamanninum myndi reynast ókleift að
standa straum af. — Allur útbúnaður dagheimila er, að
öðru leyti, svipaður því sem viðgengst í leikskólunum. Á
dagheimilum þarf þó að gera ráð fyrir því, að börnin geti
tekið sjer blund. Eru sjerstakir beddar hentugir til þess.
11. UPPELDISHJÁLP FYRIR MUNAÐARLAUS
BÖRN:
1. Vöggustofur:
Þær eru fyrir börn, nýfædd, og þangað til þau eru rúm-