Hlín - 01.01.1950, Side 59
tttin
57
lega ársgömul. Vöggustofur ættu að vera í einnar hæðar
húsum, svo að þægilegt sje að koma börnunum undir
bert loft, og öll aðhlynning gangi auðveldlega.
2. Vistheimili fyrir börn, sem komin eru af vöggustofu-
skeiði og til þriggja ára aldurs.
Slík stofnun ætti einnig að vera í einnar hæðar húsi,
hafa nokkurt landrými og góð leikskilyrði.
3. Vistheimili fyrir3—7 ára börn.
Það ætti að vera með svipuðum húsakosti og síðasttalin
deild, en hafa mun meiri leik- og athafnaskilyrði, og helst,
ef hægt væri, að hafa einhver húsdýr eða alifugla í sam-
bandi við heimilið og eins blóinarækt eða ræktun mat-
jurta. — Þó að rnörg börn yrði að hafa á sama heimili, ætti
að gæta þess að hafa fá í flokk, svo persónulegur þroski
nyti sín.
4. Vistheimili fyrir 7—12 ára börn.
Vistheimili með þessum aldursflokkum ætti að koma
fyrir í sveit, á góðri jörð, svo að trygð sjeu vaxtarskilyrði
fyrir hvert aldursskeið barnanna og auðvelduð sjeu heil-
brigð samskifti þeirra við dýrin. — Þó að hverfa yrði að
því að hafa þessi vistheimili fjölmenn, til jress að gera
reksturinn viðráðanlegan, þá þyrfti einnig hjer að vera vel
á verði að skipa börnunum í fámennar deildir, svo þau
fengju uppeldisskilyrði og tækifæri til starfa sem líkust
þeim, er sveitabörn geta haft.
Framangreind flokkun vistheimila hef jeg gert ráð fyr-
ir að henti einnig íyrir afbrigðileg börn, með nauðsynleg-
um breytingum, og ræði jressvegna ekki ráðstafanir þeirra
vegna nánar hjer. — Uppi er stefna erlendis um að hafa
vistheimili fámenn og ráða að þeim kjörforeldra, og verði