Hlín - 01.01.1950, Side 60
58
Hlín
vistheimilið þá sem líkast góðu, barnmörgu heimili. Engu
skal spáð um, hvaða byr þessi stefna kann að fá hjer. Lík-
indi eru þó til, að hún muni þykja kostnaðarsöm í fram-
kvæmd. — En hvað sem því líður, þá er heppileg lausn á
vistheimilismálum vorum, fyrir munaðarlaus og afbrigði-
leg börn, þjóðþrifamál, sem krefst bráðrar og mannsæm-
andi lausnar, vegna sæmdar þjóðarinnar og af mannúð-
arástæðum.
Jeg hef þessi orð nú ekki mikið lengri. — Mig langar
þó til að rninna á það, að gagnslítið er að berja sjer á
brjóst og býsnast yfir erfiðri uppeldis- og fræðsluaðstöðu,
vegna skólaæskunnar, ef mönnum er ekki ljóst, hvar skór-
inn kreppir. Það, að sjúkdómseinkennin er að finna í af-
vegaleiddum og ófullnægjandi uppeldisaðstæðum og upp-
eldisháttum bernskuskeiðsins. — Bætt vaxtarskilyrði fyrir
bernsku landsins, einkum í þjettbýlinu, er því fyrsta og
heillavænlegasta endurbótin, sem gera þarf. Og mun þá
auðveldara ofan á að byggja, því hvað mun um stofn og
lim þjóðarmeiðsins, ef Níðhöggur nagar rætur neðan?
Jeg ætla lijer ekki að fara að spá, síst að fremja hrak-
spár. En jeg er gripinn geigvænlegum ugg uni það, að ef
svo heldur sem horfir, og ekki verður aðgert í tíma, mun
þessi þjóð, sem stærir sig af því að vera af konungakyni,
skiftast í tvo hópa:
Meginhlutinn sinnulaus og framtakslaus lýður — spor-
göngumenn. — Hitt menn, sem eru lítið annað en ógnar-
stórt höfuð.
Bregðumst ekki skyldum okkar við yngstu kynslóðina
— bernskuna. —
5. júní 1950.
tsak Jónsson.