Hlín - 01.01.1950, Page 61
Hlín
59
Barnaskóli Akureyrar, 1908—1918.
Greinin er skrifuð eftir beiðni, vegna áttræðisafmælis
Barnaskúla Akureyrar.
Þegar jeg kom hingað heim haustið 1908, eftir 11 ára
veru í Noregi við nám og kenslu, til að taka við skóla-
stjórn Barnaskóla Akureyrar, var íbúatala bæjarins innan
við 2000. — Bærinn var að heita mátti reglulegur land-
búnaðarbær. Bæjarbúar áttu margir kýr, flestir garða, og
stórar lendur voru þá þegar í ræktun ofan við bæinn, í
hólmum Eyjafjarðarár var heyjað og kúnum beitt þar,
sjerstakur kúasmali ráðinn o. s. frv. — Lönd voru keypt í
nágrenni bæjarins um {ressar mundir, og stóð um það
nokkur styr, því ekki komu allir auga á þau sjónarmið
framtíðarinnar, að bærinn þyrfti stórt land.
Á þessum árum var og Ræktunarfjelag Norðurlands
stofnað og Lystigarðurinn, og rjeðu miklu um þessi mál
Stefán skólameistari og Sigurður búnaðarmálastjóri. —
Þessi rnikla túnrækt og garðrækt, ásamt mikilli mótekju,
gerði það meðal annars að verkum, að börnin þurftu að
losna snemma úr skólanum til þess að taka þátt í starfinu,
og ekki bindast skólastörfum fyr en eftir að garðavinnu