Hlín - 01.01.1950, Side 62
60
Hlin
og sláturstörfum var lokið. Hafði þcssi tilhögun fullan
stuðning skólanefndar og skólastjóra. Skólatíminn var
því ekki lengdur þessi tíu ár.
í Akureyrarbæ var um þessar mundir margt ágætra at-
hafna- og andans manna samankomið, var bæjarlífið því
ánægjulegt og fjörugt og margt um framfarir: Bæjar-
bryggjan nýbygð, Gagnfræðaskólinn nýfluttur, og hafði
honum verið reist mikið og myndarlegt hús á brekkunni,
sómir það sjer hið besta enn eftir nær 50 ár. — Samkomu-
húsið var nýkomið upp, stórt og sterklegt. — Barnaskól-
inn var að vísu ekki álitlegt hús, honum hafði verið val-
inn staður nákvœmlega mitt á milli Eyranpa, eftir nokk-
urt stapp. Húsið var sterklegt, hlýtt og vistlegt (4 kenslu-
stofur, börnin voru þessi árin um 120—150) og stóð á
brekkubrún, svo þægilegt var með frárensli. Vatn höfðum
við gott og nægilegt úr brunni ofan við skólann, þá var
ekki komin vatnsleiðsla. Oinar og gluggar voru ágætir,
svo hægt var að hafa hlýtt, hreint, bjart og loftgott, enda
er það aðalatriði í aðbúð barna í skólum. — Brátt feng-
um við litla kennarastofu við endann á ganginum og
skólaborð og skápa eftir brýnustu þörfum.
Skólahúsið var mikið notað, stundum tví- og þrísett í
stofurnar, auk kvöldskólahalds iðnaðarmanna, því var
það ráð upptekið ('sem frægt er orðið!) að skylda nemend-
ur, og kennara auðvitað líka, til að hafa skóskifti. Mæltist
það misjafnlega fyrir og aflaði skólanum ekki vinsælda, en
heilsufar var mun betra. Kostaði þetta talsvert stapp, en
kennarar stóðu fast saman um þetta atriði, ásamt okkar
ágæta ræstingarfólki, svo sigur vanst að lokum — þessi
hreinlætisráðstöfun virtist hafa við nokkuð að styðjast,
þegar þess er gætt, að á þessum árum var ekki nokkur
stjettarspotti til í bænum og götunum misjafnlega vel
viðhaldið, svo ekki sje meira sagt. — Það er ekki frítt við
að þessi tilhögun um skóskiftin hafi breiðst út víða um
land frá Akureyri.