Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 63
Hlin
61
Börnin vorn nú eftir hinum nýju fræðslulögum skóla-
skyld eftir 10 ára aldur, gerði þetta að sjálfsögðu skólann
nokkuð dýran, og þótti sumum borgurum það hörð álög,
ekki síst þeim barnlausu, galt skólinn þess á ýmsan hátt. —
Gætt var hins ýtrasta sparnaðar í hvívetna, þótt bæði
skólanefnd og skólastjóri hefðu hug á miklum fram-
kvæmdum. — Skólanefndina skipuðu ágætir menn og
áhugasamir, og var samvinna hin besta með nefndinni og
skólastjóra allan tímann. Formaður var Guðlaugur sýslu-
maður, meðan hans naut við, og síðar síra Geir. — Sam-
starfsmennirnir við skólann var prýðilegt fólk, flest ungt
fólk og áhugasamt, og þeir eldri mjög færir hver í sinni
grein, andans menn, merkir menn: Páll Jónsson, skáld,
og Magnús organisti. En þeir ungu voru þessir: Lárus
Rist, Ingimar Eydal og Aðalbjörg Sigurðardóttir, síðar
Kristján Sigurðsson og Kristbjörg Jónatansdóttir, Vil-
helmína Sigurðardóttir, aukakennari, og Halldóra Vig-
fúsdóttir handavinnukennari drengja. — Skiftu menn
með sjer deildunum jrannig, að hver hafði einn bekk,
sem hann bar ábyrgð á, þó hann kendi þar ekki allar
námsgreinar. Sjergreinar völdust eftir óskurn og áhuga
hvers eins: Páll kendi náttúrufræði og teikningar, Tngi-
mar sögu, Aðalbjörsr landafræði og handavinnu í neðri
deildum. Lárus að sjálfsögðu leikfimi, Vilhelmfna dönsku.
Forstöðukona kendi kristin fræði og handavinnu í efri
deildum.
Kennarar höfðu lengi vel fundi með sjer, samspjall á
laugardagskvöldum, heima hjá forstöðukonu, lögðu sjer
til kaffi til skiftis. Var margt rætt þar um kenslu og til-
högun, framfarir nemenda o. fl. Forstöðukona hafði
framanaf nokkrar æfingar í námsgreinum og gerði grein
fyrir nýjum aðferðum við kenslu. — Þessir fundir voru
mjög ánægjulegir og minnumst við þeirra með gleði.
Handavinna, bæði drengja og stúlkna, var þegar tekin
upp í skólanum, það tíðkaðist þá ekki hjer á landi, nema