Hlín - 01.01.1950, Síða 64
62
Hlin
ef til vill lítilsháttar í Reykjavík. Þótti þetta líka sumum
bæjarbúum hinn mesti óþarfi, en vildu láta kenna dönsku
sem mest! Og aflaði handavinnu kenslan skólanum óvin-
sælda fyrst í stað, þó undarlegt megi virðast. Skólastjóri
kendi sjálfur handavinnu stúlkubörnum í efstu deildum
skólans og Aðalbjörg, síðar Kristbjörg, í neðri deildun-
um. — Halldóra Vigfúsdóttir kendi drengjunum og síðar
Elísabet Friðriksdóttir. — Barnaskóli Akureyrar varð
brautryðjandi um skólahandavinnu hjer á landi. Sýningar
á vorprófi gáfu góða raun og voru vel sóttar. Andúðin
gegn handavinnunni hvarf smásaman.
Það sýndi sig brátt, að vankunnátta margra barna i
lestri hamlaði námi, var reynt að bæta úr þessu með því að
ráða aukakennara við og við, sem hjálpaði þeim lökustu,
bætti það oft úr skák, því öll langaði börnin til að geta
fylgst með. — Seinna var sá háttur upptekinn, að hafa
.mánaðarlega lestrarpróf fyrir utanskólabörn, gafst það
vel.
Börnin sóttu námið ágætlega og fanst mjer þau ná eins
góðum árangri með 7 mánaða námi og börn í Noregi með
10 mánaða. Þau voru ekki skólaþreytt, komu hraust og
glöð frá verklegu starfi.
Samvinna heimila og skóla reyndist hagkvæmust og
haldbest þannig, að kennarinn heimsækti smásaman heim-
ili barnanna í sínum bekk, kynti sjer hag barnanna og
viðhorf heimilisins til skólans. Leiðrjettist þannig margur
misskilningur á báðar hliðar. —
Foreldrafundir voru oft hafðir og síðustu árin voru,
eftir ósk forstöðukonu, kosnir fulltrúar úr hópi foreldra
til að koma í skólann við og við og kynna sjer kenslu og
alla daglega tilhögun. — Áreiðanlega mjög þarfleg tilhög-
un, eyðir misskilningi og tortrygni. — Námsstjórar voru
þá ekki til orðnir. Þóttist jeg fyrir löngu þess fullviss, að
þeir mundu koma í hvern fjórðung, sem og varð. — Mað- -
ur saknar þess og óskar þess í daglegu starfi og stríði að