Hlín - 01.01.1950, Síða 65
Hlin
63
hafa vitran og góðgjarnan mann að tala við, sem skilur
starfið og gefur góð ráð og bendingar.
Þegar því varð viðkomið heimsóttu skólann merkir
menn og konur, bæði innan og utanbæjarmenn. Var það
jafnan mikill fengur.
Lítið var um kenslutæki fyrst framanaf, en úr því rætt-
ist smásaman. Bókasafn átti skólinn að sjálfsögðu ekkert
til að byrja með. Skólastýra gaf skólanum vísi til kennara-
bókasafns, nokkrar erlendar bækur, einnig nokkrar
barnabækur. Þessi söfn smáefldust og voru vel notuð. —
Fyrstu bækurnar, sem keyptar voru, voru íslendingasög-
urnar og 12 nýjatestamenti. — Það mátti því segja eins og
ísleifur yfirdómari á Brekku: „Skarphjeðinn og postul-
inn Páll það eru mínir menn.“ — Guðlaugur sýslumaður
mintist í þessu sambandi á þau orð ömmubróður síns.
Þá voru engar skólaferðir farnar til fjarlægra staða eins
og nú tíðkast, aðstæður leyfðu það ekki, en árlega fór for-
stöðukona með efstu deildina, sem hún veitti sjerstaklega
forstöðu, smáferðir og heimsótti ýms verkleg fyrirtæki í
bænum: Smíðastofur, brauðgerðarhús, ullarverksmiðju
o. s. frv. Fór líka nokkrar skíðaferðir með efstu deild. Var
þetta mjög vel þegið.
Engar matar-, mjólkur- eða lýsisgjafir voru þá til siðs,
engar hjúkrunarkonur eða skólalæknar. Þó var tannlækn-
ir fenginn til að athuga tennur barnanna. En það var
reynt að fylgjast með líðan barnanna og bæta úr, ef útlit-
ið var slæmt. — Nokkrum börnum var komið í sveit til
skemri og lengri dvalar. Gafst það vel.
Mín skólareynsla er sú, að lengja ekki skólatíma barn-
anna, stytta hann heldur. Og því ekki að taka upp sið
enskumælandi þjóða: Englendinga og Ameríkumanna, að
hafa ekki skóla á laugardögum. — Fjölmargt mælir með
þeirri tilhögun: Verkleg störf heima, eða að heiman,
hvíld og tilbreyting frá bóklegu starfi fyrir börn og kenn-
ara.