Hlín - 01.01.1950, Page 66
64
Hlin
Þau 30 ár sem liðin eru síðan jeg Ijet af störfum við
Barnaskóla Akureyrar hef jeg haft á hendi leiðbeiningar
í heimilisiðnaði fyrir almenning. Kent handavinnu í
Kennaraskólanum, stúlkum og piltum, í 8 ár ('1922—30).
Stofnað og gefið út ársritið „Hlín“ í 31 ár fupplag 6000).
Verið formaður Sambands norðlenskra kvennaf59 fjelög).
Verið formaður Heimilisiðnaðarfjelags Norðurlands.
Stofnsett Tóvinnuskólann á Svalbarði 1946.
Uppeldis- og fræðslumál hafa því sem áður verið
áhugamál mín, en starfssviðið víðara.
Akureyri 21. marz 1950.
Halldóra Bjarnadóttir.
Ræktunarmál.
Erindi flutt á Sambandsfundi norðlenskra kvenna á Skagaströnd
2. júlí 1950 af forstöðukonu HULDU A. STEFÁNSDÓTTUR.
Þegar jeg var barn og las söguna hans Björnsons: „Að
klæða fjallið“, sá jeg fýrir mjer fjallið fyrir ofan bæinn
minn alklætt skógi upp í eggjar. — Alt frá þeim tíma hef-
ur brunnið í mjer löngun til þess að geta átt þátt í að
klæða bera mela og móa. Og þótt jeg gæti ekki annað en
styrkt þá trú, að hægt sje að klæða betur blessað landið
okkar en gert hefur verið, þá væri það spor í áttina. —
Svipaðir skógardraumar hafa vakað í meðvitund íslend-
inga síðustu öld og jafnvel lengur. — Börnunum var sagt
úr sögunni að víðáttumiklir skógar hafi klætt fjallshlíð-
arnar, því víða eru frásagnir um það, að landið hafi verið
skógivaxið. Benda og mörg bæjarnöfn og örnefni til þess,
að svo hafi verið: Skógar — Skógarnes o. s. frv. — Og
merkasta heimildarrit sögu okkar segir, sem kunnugt er,
að ísland hafi í öndverðu verið skógivaxið milli fjalls og
fjöru.