Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 67
Hlín
65
Menn vissu, að í skógunum okkar voru ekki aðrar teg-
undir af skógargróðri en björkin, og því hölluðust menn
að því, að loftslagið hefði komið í veg fyrir að hærri og
meiri skógargróður gæti hjer dafnað. — Nú eru menn
komnir á aðra skoðun, eftir að samanburður hefur verið
gerður á skógum og skógargróðri, sem vex við sömu veð-
urskilyrði og lijer eru fyrir liendi. Og jafnframt benda
menn á það, að fræ af barrtrjám geta ekki, eftir leiðum
náttiirunnar, komist langa vegu yfir hafið. — Afstaða ís-
lands til annara landa hafi valdið því, að skógargróður
var hjer einhæfur, en ekki veðurskilyrði. — Allar rann-
sóknir og niðurstöður síðari ára glæða hjá okkur trúna á
batnandi hag skógarins.
Hver heilbrigður, hugsandi maður á að hafa það hug-
fast að búa í haginn fyrir framtíðina. Við missum oft sjón-
ar á því, hugsum einungis um stundarhag. — Þegar litið
er á ábúð landsins í h'eild og meðferð þess, þá getuin við
ekki lokað augunum fyrir þeim sannindum, að hjer hef-
ur verið stunduð harðsnúin rányrkja. — Landið hefur
verið beitt miskunarlaust, og ekkert látið í staðinn, þann-
ig að landgæði hafa rýrnað.
En hve lengi getur það blessast? — Vissulega er kominn
tími til þess að girða fyrir frekari afturför, og ein leiðin til
þess að bæta fyrir brotin er að rækta nytjaskóg, stórvaxn-
ari, þróttmeiri og varanlegri en birkiskógurinn okkar er.
— Þá ber að gæta þess og haga sjer þar eftir, að eina leiðin
til þess að varðveita til síðari nota þá orku, sem sólarljós
og sumarhiti veitir landinu, er að sjá fyrir því, að lijer vaxi
sígræn skógartrje. — Trje sem bæta við hæð sína og gild-
leika á hverju sumri, þau eru og verða sparisjóður, sem
komandi kynslciðir geta gripið til, hvenær sem á þarf að
halda. — Þennan sparisjóð geta þeir einir eignast, sem
hafa yfir skógi að ráða. — Það er sannarlega tímabært, að
almenningur ljúki upp augunum fyrir þeim sannindum.
Því er ekki að leyna, að hjer er erfitt mál til úrlausnar.